Maíspá Siggu Kling hressir þig við

Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.
Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.

Maí verður mjög spennandi mánuður að sögn Siggu Kling sem er búin að rýna í stjörnurnar. Mun Hrúturinn vera á fulltri ferð og verður Ljónið í essinu sínu eða er þetta tími Kabbans? 

Elsku Hrúturinn minn,

það er svo sannarlega búin að vera mikil spenna í kringum þig. Þú getur nýtt og notfært þér hana til að koma því áleiðis sem þú vilt, en ef þú stendur kyrr og framkvæmir ekki þá leggst hún á andlegu hliðina þína. Þú þarft að vera á ferð og flakki með sjálfan þig til þess að allt gerist í þeirri röð sem þú kýst. Þegar þú hættir að hugsa og stoppar allt streymi og ert í engu þá framkvæmir ekki plönin þín.

Þetta er svo sérstakur tími sem þú hefðir alls ekki viljað missa af og það detta upp í hendurnar á þér gjafir frá Universinu eða Uppsprettunni. Og ef þú ert ekki á fullri ferð nú þegar, þá muntu svo sannarlega setja í fimmta gír núna.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is 

Elsku Nautið mitt,

þetta er að sjálfsögðu þinn afmælismánuður því þá er orkan þín mest opin fyrir breytingum og krafti til að berjast við það sem þú kærir þig ekki um.

Þú setur allt aflið í vináttu og fólk sem stendur þér næst en segir afdráttarlaust skilið við þá sem hafa verið með leiðindi. Að vera leiðinlegur er eina dauðasyndin og þú hefur ekki tíma í neitt svoleiðis.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

Elsku Tvíburinn minn,

það er svo mikilvægt að þú vitir og sannarlega veistu það örugglega, að til þess að skilja og finna það sem þig vantar, þá þarftu að trúa til að sjá það. Og þótt að þér sé að mörgu leyti sama um annarra manna álit skiptir það engu, því eina álitið sem þú munt þrífast á er sjálfsálit. Svo farðu bara markvisst og beint í að byggja það upp.

Ég er með Merkúr í Tvíburamerkinu og ég byggi upp sjálfið á speglum. Ég er örugglega með Evrópumet í speglaástríðu, því þá tala ég nefnilega við mig í speglinum og hressi mig við. Ég er með tvær ferlega vel photoshoppaðar myndir af mér uppi á vegg og þegar ég geng fram hjá þeim segi ég: „Djöfull ertu sæt.“ Og líðanin og útlit mitt bætist af því, einfaldlega vegna þess að bæði ég og þú búum til álit á sjálfum okkur, enginn annar.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

Elsku Krabbinn minn,

það er svo sannarlega yfir þér að þora að taka áhættu. Þú ert á þeim leiðangri að finna til sjálfstæðis með þínar skoðanir og að leyfa þér að flakka með það sem þú vilt, óhindrað og óhikað.

Það er svo magnað að þegar þú og fleiri senda hugsun út í veröldina og uppsprettu alls, þá mætir þér einhvern tímann seinna aflið sem hún hefur. Þegar ég var ung eða yngri hugsaði ég að mig langaði að hitta Völvu Vikunnar, því mér fannst hún svo ótrúlega spennandi. Svo fimmtán árum seinna varð ég sjálf Völva Vikunnar og þekkti sjálfa mig greinilega ágætlega. Guðni Th. skrifaði bók um alla forseta Íslands og setti jafnvel óvart út hugsun um að þetta væri skemmtilegt starf, og varð að sjálfsögðu forseti. Annað gott dæmi er Katherine Zeta Jones sem sagði þegar hún var sjö ára að hún ætlaði að giftast Michael Douglas, og það gerðist svo sannarlega.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

Elsku Ljónið mitt,

það verður stundum svo yfirþyrmandi að allar þessar tilfinningar sem streyma eru eins og bílar á hraðbraut gegnum huga þinn. Þú getur verið í svo ofboðslega góðu skapi hálfan daginn, svo sérðu ekki birtuna sem lýsir þér hinn helminginn af deginum. Þarna skiptir öllu máli orðið jafnvægi, að fara ekki mjög hratt svo hátt upp að þú lamist af hugarþreytu eftir einhvern tíma dags. Þegar þú spennir þig svona mikið upp, þarftu að segja: Vertu róleg elskan mín, róleg. Þá kallarðu á orku til þín og með svoleiðis Yin/Yang í farteskinu geturðu meira.

Það er mikil spenna yfir miðjum maí, svo ekki taka afgerandi ákvarðanir þá. En ef þér finnst það sé svo mikil þörf fyrir að þú breytir einhverju stóru þetta tímabil skaltu setja þér ákveðinn tímapunkt. Til dæmis þann 15. maí tek ég ákvörðun eða hvaða dag sem þú hefur í huga, þannig breytirðu rétt. Það er nefnilega heilmikill hamagangur að þjóta til þín á næstunni og það hentar ekki alltaf lífsorkunni þinni.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

Elsku Meyjan mín,

það er svo bjartur og tær tími sem þú ert að fara inn í. Skynjun þín á svo mörgu er svo öflug  og þar af leiðandi geturðu verið óvenjulega pirruð yfir áreiti, til dæmis hávaða, sjónvarpi eða of mikilli símanotkun. Því að þegar svona birta lýsir beint í gegnum líkama þinn, þá þarftu að vera eins ómenguð og þú getur mögulega gefið þér.

Ef þér finnst þú vera lítil í þér, hrædd eða kvíðin, þá er það bara vegna þess að þú leyfir þessari birtu ekki að skína. Tilfinning þýðir að finna til, hvort sem það er ótti, gleði eða höfnun á sjálfum sér eða öðrum. Þú þarft að tileinka þér svona Pollýönnu, lesa bókina eða hlusta á hana og taka Pollýönnu á þau vandamál sem þér finnst vera að áreita þig. Þá finnurðu friðinn, birtuna og lífsgleðina, því hún á heima í andanum þínum.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

Elsku Vogin mín,

þú hefur farið í gegnum svo gott og sterkt þroskaskeið undanfarna tólf mánuði. Þú hefur sett þig í miklu betri stellingar gagnvart því þótt eitthvað fari ekki nákvæmlega eins og þú vilt. Það er svo mikið æðruleysi að hellast yfir þig, svo þú færð mikið vit til þess að greina svo vel á milli þess sem þú getur breytt og þess sem þú hefur enga stjórn á.

Þú ert með öra hugsun og ferð yfirleitt alltaf stuttu seinna yfir í það sem hugurinn hefur gefið þér mynd af. Þar af leiðandi framkvæmir þú og gerir mun meira en flestir. Og það geta orðið til sterk dómínóáhrif af einhverju sem þú ert að hreyfa við núna. Því eitt leiðir af öðru og þú nýtir kraftinn þinn svo miklu betur og réttar en áður fyrr, því þú ert búin að grafa reiðina sem stundum hefur skotið upp kollinum að mörgu leyti sökum óþolinmæði.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

Elsku Sporðdrekinn minn,

þú ert svo mikið náttúruafl. Og getur ef þú vilt verið eins og Fagradalsfjall, þar sem fólk fær engan leiða á að dásama þig og slást í för með þér. En svo eru margir í þessu merki sem ákveða að nota sitt sterka afl til þess að slökkva á sjálfum sér. Það er til dæmis kona sem er mjög skyld mér sem segir að hún verði alltaf þunglynd þegar sumarið er að koma og verður fúl og pirruð við flesta sem hún hittir.

Hún hrindir þar af leiðandi mörgum frá sér sem myndu dásama hana eins og Fagradalsfjall. Hún tekur alltaf þá ákvörðun að svona sé þetta og ekkert sem hún gerir getur breytt því. Þar af leiðandi fær hún þunglyndi á silfurfati, því það er það sem hún einblínir á. Og þótt þú sért konungur vetrarins, skaltu faðma að þér og búast við hinu besta. Þú ert tilbúinn að taka á móti því að þú ert áhrifavaldur svo margra og þú skilur það skýrt í huga þínum hverju þú hefur hrifningu á.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

Elsku Bogmaðurinn minn,

það á eftir að reyna svo mikið á styrk þinn og úthald á þessu tímabili sem er að fæðast. Þú þarft hreinlega að ráðast á þau verkefni sem eru fyrir framan þig af heljarkrafti og að muna að þú getur svo sannarlega spennt bogann þinn og sett sigurörina í hann. Þú munt skjóta beint í mark, hafðu ekkert hik á því, því vilji þinn leysir allt.

Þú átt eftir að koma svo mörgu í verk og fá góða útkomu í þeim prófum sem þú ert að fara í. En það er ekkert frí fram undan, elsku Bogmaðurinn minn, heldur fádæma skemmtileg og sterk verkefni sem þú finnur bæði lausn og leiðir á. Þú einfaldar allt svo miklu betur og svo fallega að þú trúir eiginlega ekki þínum eigin augum að þetta gangi allt svo vel upp. Þú tekur merka ákvörðun varðandi haustið. Þú undirbýrð annaðhvort plan eða sækir um eitthvað og gerir eitthvað svo skemmtilega bíómynd sem þú færð Óskarinn fyrir að vera leikstjórinn að.

Elsku Steingeitin mín,

þú ert með öll réttu spilin á hendi. En þú ert ekki hundrað prósent viss um hvernig þú átt að spila úr þeim og ert þar með ekki örugg um hvort þú eigir að láta vaða eða ekki. Steinn Steinarr orti einu sinni: „Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið.“ En núna ert þú með lukkuspilin að gjöf og þú átt að nota þau strax. Ekki fara neinn milliveg, hvort sem það tengist frama eða ástinni og mundu að ástin tengir og er svo margt.

Það er með sanni hægt að segja að þetta verður geggjaður tími, þú leyfir þér með hjartanu að njóta og lifa hnarreist með stækkandi hjarta og pláss fyrir svo marga. Og þó að sjálfsögðu eitthvað dragi þig niður, sem er eðlilegt, þá skaltu svolítið „feika“ hvernig þér líður. Því að feika það til að meika það er gömul setning sem hittir hér svo sannarlega í mark.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

Elsku Vatnsberinn minn,

það er búið að vera svo mikið að gerast í kringum þig, sumt hefur verið algjör sigur og annað ekki. En um 80% af heilanum einblínir á það sem ekki gekk upp því það er sterkari orka. En skiptu bara um gír því þú getur útilokað hugsanir og þú hefur kraftinn til þess. Þú þarft bara að æfa þig; í hvert sinn sem þú einblínir á það sem þér finnst erfitt skaltu skipta um stöð í heilabúinu og setja eitthvað annað og jákvæðara inn. Þegar þú sérð og upplifir hversu auðvelt þetta er, þá fyrst hefurðu ríka stjórn á velgengni þinni. Að því sögðu þarftu að vita það inn að hjartarótum að þú átt skilið hið góða líf og ef þér líður illa lengi, þá ertu ekki á réttum stað.

Þú hefur svo góðar hugmyndir til þess að breyta aðstæðum og heppni mun fylgja í kjölfarið. Þegar þú færð þá tilfinningu að þú sért heppinn, skaltu þrýsta henni inn í minni þitt, því þá blasa við þér enn þá meiri og sérkennilegri hlutir sem eru þér í hag.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

Elsku Fiskurinn minn,

þú ert að fara inn í svo skemmtilega tíma og það munu engin bönd halda þér föstum. Þú skynjar þá tilfinningu að þú verður sérlega heppinn með orð, húmorinn dansar í kringum þig og þú sérð hversu auðvelt það er þér að fá annað fólk til þess að hlæja. Og þetta eitt smitar sjálfan þig í gleðina. Þú hefur sterka stjórn á tilfinningum og ert staðráðinn í að gera breytingar varðandi líðan þína, líkama og kraft og alltaf má bæta þótt gott sé. Í þessari óhemjulitríku orku þá daðrarðu þig út úr öllum þeim klípum sem á vegi þínum verða, því þú veist hvað þú vilt og þú nærð í það.

Þú átt til dæmis miklu auðveldara en áður að höndla áhyggjur. En áhyggjur eru nefnilega eins og rugguhestur, þær halda þér á sama stað þótt þú reynir að komast áfram. En núna er tíminn elskan mín til þess að smakka það sem lífið hefur upp á að bjóða. Að prófa að gera það sem þú hefur ekki þorað hingað til og um leið víkka út lífsbókina þína.

Þú getur lesið stjörnuspána í heild sinni neðst á forsíðu mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál