Steingeitin: Þú stendur á krossgötum

Elsku Steingeitin mín,

þú ert með öll réttu spilin á hendi. En þú ert ekki hundrað prósent viss um hvernig þú átt að spila úr þeim og ert þar með ekki örugg um hvort þú eigir að láta vaða eða ekki. Steinn Steinarr orti einu sinni: „Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið.“  En núna ert þú með lukkuspilin að gjöf og þú átt að nota þau strax. Ekki fara neinn milliveg, hvort sem það tengist frama eða ástinni og mundu að ástin tengir og er svo margt.

Það er með sanni hægt að segja að þetta verði geggjaður tími, þú leyfir þér með hjartanu að njóta og lifa hnarreist með stækkandi hjarta og pláss fyrir svo marga. Og þó að sjálfsögðu eitthvað dragi þig niður, sem er eðlilegt, þá skaltu svolítið „feika“ hvernig þér líður. Því að feika það til að meika það er gömul setning sem hittir hér svo sannarlega í mark.

Ranglæti úr fortíð hvort sem það býr í huga þínum eða er að pikka í þig fær þig til að leita sannleikans. Og þar þarftu að taka ákvörðun um hvort þú ætlir að gleyma öllu eða setja það upp á yfirborðið. Það er mikilvægt að velja sér réttan bardaga, því þú hefur þrjóskuna og úthaldið til þess að fá úr hlutunum leyst, en spurðu sjálfa þig hvaða útkomu þú vilt í raun og veru fá.

Þetta eru merkileg tímamót og krossgötur sem eru fram undan, en að standa á krossgötum þýðir að þú hafir um fleiri möguleika að velja. Þeir sem eru lausir og liðugir ættu að leyfa sér að vera opnir fyrir smá „flingi“, en helst ekki veðja á einhvern sem úr fortíðinni kemur. En ástin verður betri og sterkari hjá þeim sem eru búnir að finna sinn grunn og muna eftir því að búa til ævintýrin í kringum hana.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda