Tvíburinn: Þú munt negla niður sumarið

Elsku Tvíburinn minn,

það er svo mikilvægt þú vitir og sannarlega veistu það örugglega, að til þess að skilja og finna það sem þig vantar, þá þarftu að trúa til að sjá það. Og þótt þér sé að mörgu leyti sama um annarra manna álit skiptir það engu, því eina álitið sem þú munt þrífast á er sjálfsálit. Svo farðu bara markvisst og beint í að byggja það upp.

Ég er með Merkúr í Tvíburamerkinu og ég byggi upp sjálfið á speglum. Ég er örugglega með Evrópumet í speglaástríðu, því þá tala ég nefnilega við mig í speglinum og hressi mig við. Ég er með tvær ferlega vel photoshoppaðar myndir af mér uppi á vegg og þegar ég geng fram hjá þeim segi ég: „Djöfull ertu sæt.“ Og líðanin og útlit mitt bætist af því, einfaldlega vegna þess að bæði ég og þú búum til álit á sjálfum okkur, enginn annar.

Þú ferð á fítonshraða inn í sumarið og neglir niður svo margt sem þú ætlar að fara og gera, til þess að hlakka til. Ef þú finnur ekki neitt til að hlakka til, þá koðnarðu niður, svo byrjaðu strax að skrifa niður hugmnyndir að því sem þig langar að gera eða fara, helst á appelsínugulan pappír. Það er svo magnað hvernig þessi galdur mun gera þér gott og láta þér líða svo miklu betur. Og þetta sumar verður svo sannarlega sá tími sem þú munt leika þér. Kryddaðu röddina þína af þolinmæði og taktu pirringinn út, þá laðarðu til þín þær manneskjur sem þér þóknast og þú bræðir hjarta þeirra.

Í kortunum þínum er möguleiki á flutningi, ný og spennandi tækifæri sem þú hefur beðið eftir, áhugavert og óvenjulegt fólk sem hnippir í þig og breytir líðan þinni, því það eina sem skiptir máli í lífinu er að líða vel. Og í þeirri tilfinningu eru veraldlegir hlutir, peningar og svo framvegis, algert aukaatriði og skipta engu máli.

Þú munt gera það sem vekur gleði þína og jafnframt horfast í augu við það sem þú ert að fresta, gengur frá lausum endum og með því losnarðu við kvíðann. Ástin og kærleikurinn sem í kringum þig verður uppfyllir allt það góða sem þú átt skilið.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda