Vogin: Þú framkvæmir meira en flestir

Elsku Vog­in mín,

þú hef­ur farið í gegn­um svo gott og sterkt þroska­skeið und­an­farna tólf mánuði. Þú hef­ur sett þig í miklu betri stell­ing­ar gagn­vart því þótt eitt­hvað fari ekki ná­kvæm­lega eins og þú vilt. Það er svo mikið æðru­leysi að hell­ast yfir þig, svo þú færð mikið vit til þess að greina svo vel á milli þess sem þú get­ur breytt og þess sem þú hef­ur enga stjórn á.

Þú ert með öra hugs­un og ferð yf­ir­leitt alltaf stuttu seinna yfir í það sem hug­ur­inn hef­ur gefið þér mynd af. Þar af leiðandi fram­kvæm­ir þú og ger­ir mun meira en flest­ir. Og það geta orðið til sterk dómínóá­hrif af ein­hverju sem þú ert að hreyfa við núna. Því eitt leiðir af öðru og þú nýt­ir kraft­inn þinn svo miklu bet­ur og rétt­ar en áður fyrr, því þú ert búin að grafa reiðina sem stund­um hef­ur skotið upp koll­in­um að mörgu leyti sök­um óþol­in­mæði.

Þú reikn­ar út og sort­er­ar rétt, al­veg eins og að hengja upp sokka, set­ur upp eitt par í einu og ef einn er auka­lega, set­urðu hann bara til hliðar eða í sér­stakt box. Þannig greiðirðu úr þeim flækj­um sem öðrum gætu þótt erfiðar, en þér þykir létt, því þú ert löngu búin að finna hvernig þú ætl­ar að fara að þessu.

Það er eitt­hvað mikið streymi af pen­ing­um, þú ávaxt­ar eitt­hvað eða færð til baka og það verða mun hærri upp­hæðir en þú bjóst við. Og sú braut á eft­ir að halda áfram, en pen­ing­arn­ir koma trú­lega ekki úr þeirri átt sem þú bjóst við, svo þetta verður spenn­andi.

Það fer þér best að vera í góðu ástar­sam­bandi og þar þarftu að setja þol­in­mæði í for­rétt­inn og leyfa hinum krás­un­um að koma á eft­ir. Það er líka ástar­orka í kring­um þá sem eru á lausu eða ein­ir. En þá verður þú líka að nenna, vilja og að leyfa öðrum að tengj­ast þér af al­vöru. Ástin verður erfiðleik­un­um yf­ir­sterk­ari, alltaf.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda