Tvíburinn: Þú verður orðheppinn og geislandi

Elsku Tvíburinn minn,

þegar þú átt afmæli er einn skemmtilegasti tíminn á Íslandi að mér finnst og þá er bjart nær allan sólarhringinn. Það er eins og þú fljúgir á Boing 747 því þú ert á svo hárri tíðni. Allt er að gerast svo hratt, en samt finnst þér oft eins og ekkert sé að gerast. Þú lætur utanaðkomandi aðstæður sem eru tengdar inn í fjölskyldulíf þitt oft hafa mikil áhrif á þitt andlega ástand. Til þess að vera nógu sterkur til þess að fljúga þessari breiðþotu þarftu að læra að kæruleysi er oft besta meðalið og núna þarftu að taka nógu mikinn skammt af því.

Þú skynjar betur að þú býrð í paradís á þessari jörðu. Bara ef þú gefur þér tíma til að skoða sjálfan regnbogann finnurðu alveg inn í þína innstu vitund að þú ert að upplifa svo merkilegar tilfinningar sem breyta munu lífi þínu. Þú þarft að gefa þér leyfi til að skipta um skoðun, því ef þú gerir það ekki, alveg sama hvað málefnið er, þá færðu ekki þann þroska sem þú þráir.

Leyfðu þér að fyrirgefa þeim sem þér finnst hafa gert á þinn hlut. Því þá losnarðu við þann hrylling sem getur heltekið huga þinn. Þú þarft ekki að láta á þá persónu sem hefur barið á þinn huga vita af því að þú fyrirgefir henni. En þú munt sjálfur losna úr fjötrum huga þíns við að fyrirgefa henni. Rauður er sérstakur litur fyrir þennan mánuð og þig, það er eins og sá litur gefi þér styrk. Svo ef þú ætlar að biðja um eða tala við einhvern sem getur breytt hlutunum, klæddu þig þá í eitthvað rautt.

Þetta tímabil sem gefur þér svo mikið flæði getur líka hrint þér í hyldýpi vitlausra hugsana, en þá skalt þú taka ákvörðun um að spyrna við fótunum og koma þér út úr dýpinu, enginn getur hjálpað þér í því nema þú sjálfur. Þú verður orðheppinn, geislandi og þar af leiðandi smitar þú aðra jákvætt af þessum fágætu eiginileikum þínum.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda