Vogin: Þú ert óþolandi heppin

Elsku Óþolandi Vog­in mín,

þú ert svo óþolandi hepp­inn að hafa Ven­us sem áhrifa­stjörnu. Hún gef­ur þér svo góðan smekk og þú get­ur gengið í öll störf.  Það er mik­il­vægt þú sjá­ir að það eru að koma breyt­ing­ar í áhuga­svið þitt. Jafn­vel í tóm­stund­um eða list­ræn­um verk­efn­um.

Þú ert að fara að skilja svo vel hvaða karakt­er býr í þér. Í þess­um merki­lega karakt­er býr per­sóna sem held­ur að hún sé undir­alda alls. Hún reyn­ir eins fag­lega og fal­lega að stjórna um­hverfi þínu og öðrum. Þegar þú þarft að gef­ast upp og líta á og klippa á strengi, þá verður vöxt­ur þinn óend­an­lega sterk­ur. Þú ert fyr­ir­mynd en þarft ekki að hafa skoðun á öllu, þótt þú haf­ir rétt fyr­ir þér. Leyfðu fólk­inu kring­um þig að skína eins skært og það get­ur og haltu frek­ar áfram að hvetja held­ur en að segja þína skoðun.  Notaðu hjarta þitt sem átta­vita, þá ger­ast æv­in­týr­in og hjartað teng­ist til­finn­inga­ork­unni þinni eða Sólarp­l­ex­us. Um leið og þú sérð þú vel­ur Ljósið, þá sérðu ekki skugg­ana leng­ur og þú munt láta fugla sorg­ar­inn­ar fljúga fram­hjá þér.

Það þarf að minnsta kosti tvo til að hefja styrj­öld, svo leggðu niður öll vopn. Því þegar þú legg­ur niður öll vopn, þá blómstr­ar kær­leik­ur­inn. Þú ert að end­ur­nýj­ast eins og blómstrandi blóm og þú vel­ur að læra eitt­hvað nýtt. Faðmaðu að þér það sem veld­ur þér erfiðleik­um og þá finn­urðu lausn­ina.

Þú ert svo sterk og vit­ur og all­ir vilja bjóða þér heim. En þú þolir ekki þegar þú þarft að standa á rétti þínum, því það reit­ir þig til reiði. En reiði er klæðnaður sem fer þér al­veg hræðilega illa. Þú ert svo var­an­leg og heil í hjart­anu og góðvilji er ein­kenni þitt. Ef þú átt börn þá dýrka þau þig og dá. Og ef þú átt maka ert þú enda­laus dá­sam­leg­ur kær­asti eða kær­asta. En mundu hjartað mitt að leyfa þeim sem þú elsk­ar að vera þau sjálf og farðu svo að ausa yfir sjálfa þig því dekri og hlýju sem þú vilt alltaf vera að gefa þínum.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda