Bogmaðurinn: Núna þarft þú að stoppa

Elsku Bogmaðurinn minn, það má alveg segja að þú getir bognað en að brotna er ekki hægt að segja að þú getir í sálu þinni. Þú ert eins og bambusinn sem getur bognað heilmikið, en endar alltaf teinréttur. Þú hefur verið að líta yfir hvað þú vilt og sterkt finnurðu ekki nennu yfir allt sem þú þarft að gera. Þú þarft að hlaða batteríin og leyfa huga þínum alls ekki að svífa bæði fram og aftur í einhverjar vitleysur, því núna þarftu að stoppa. Anda djúpt að þér súrefninu og að drekka einn bolla af kæruleysi.

Það eru breytingar yfir þér sem þú ert ekki búinn að sjá. Þú skynjar hvað er að fara að gerast, en veist ekki alveg hvernig það verður. Og þegar þú slakar svona á líkamanum, verður hann eftir dálitla stund hnarreistur eins og bambus. Þér finnst að þú hafir ekki fengið rétta og næga umfjöllun, eða sanngirni fyrir það sem þú hefur gefið af þér. En þú ert skipstjórinn í lífi þínu, svo gefðu þínum heila og hugsunum gott að borða, dekraðu við þig, þitt trygglyndi og trúmennska gerir töfra.

Þér hættir til að setja annað fólk á stall, en svo muntu sjá að allt þetta býr í sjálfum þér sem þú tileinkar öðrum. Svo það væri gott fyrir þig að setja sjálfan þig á stall og líta upp til sjálfs þín, því þá kanntu betur að meta kostina þína.

Þú hefur gríðarleg áhrif á umhverfi þitt og hefur náttúrulegan hæfileika til að umbreyta hugsunum annarra. Og að fá fólk til að skipta um skoðun og aðhyllast það sem þér finnst spennandi, sem er einstök náðargáfa. Návist þín kallar á athygli og passaðu þig alltaf að nota vald þitt í jákvæðum tilgangi.

Þetta verður svo innihaldsríkur tími sem gefur þér dásamlega hvatvísi, svo þú átt eftir að verða hissa hvernig lífið breytist um leið og þú smellir fingri!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda