Hrúturinn: Óvænt ferðalag á næsta leiti

Elsku Hrúturinn minn, ekki vera svekktur þó að Almættið sendi þér ekki allt í þeirri röð sem þú vilt hafa það. Það er pínulítið verið að stoppa þig til þess að þú sjáir hvort þú sért á réttum stað eða ekki. Þú getur hafa átt við einhver veikindi að stríða og ekkert fer eins illa í Hrútinn og að vera stoppaður gegn vilja hans.

Þetta á sérstaklega við þá sem hafa farið of hratt þennan síðasta mánuð og ætluðu að klára allt á núll einni. Því núna er að taka við betra skipulag og fullvissa um hvernig þú leysir úr þessari fléttu. Það eru flutningar og óvænt ferðalög hjá mörgum sem eru svo heppnir að vera skráðir í þetta merki. Eitthvað sem þú þarft að taka þér fyrir hendur og gæti það alveg eins verið að þetta ferðalag eða ferðalög væru vegna þess að þú þarft að ganga frá einhverjum hnútum sem samt munu leiða í ljós meiri gleði en þú bjóst við.

Þú ert að fá mörg tilboð eins og viltu gera þetta eða hitt, og það er úr mörgu að velja, þetta verður þannig að þú skalt vera fljótur að taka ákvörðun. Þú hefur verið miklu duglegri en þú heldur og byggt mun sterkari undirstöður en þú getur ímyndað þér og þú átt svo sannarlega eftir að meika það. Því þú hefur þessa brennandi þrá til þess að gera eitthvað sérstakt eða ná langt á þínu sviði.

Framinn er þér mjög mikilvægur og þú hefur svo sannarlega unnið mjög mörg verk. Í þessum tilþrifum og án þess að hugsa tekur þú stjórnina og bjargar öðrum áður en þú hugsar um sjálfan þig, svo þú getur verið stoltur af sjálfum þér. Það er bæði mikil ástríða í kringum þig en líka mikill leiði. Þar af leiðandi, hvort sem þú ert giftur eða á lausu, laðast tækifæri í ástamálum að þér, en hugsaðu þig tvisvar um áður en að heiman er farið. Því grasið er ekki grænna hinum megin við hornið, en ef þú vökvar með ást og kærleika spretta blóm sem þú aldrei hefur séð áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda