Krabbinn: Það besta getur aldrei verið of gott

Elsku Krabbinn minn, þetta er svo spennandi og afdrifaríkt tímabil sem þú ert á. Þú ert búinn að sveiflast frá því að líða ekki alveg nógu vel yfir í þá tilfinningu að líða eins og þú eigir allan heiminn. Þú ert kominn í þá tilfinningu eða hringiðu að þú laðar að þér sterkt og gott fólk. Og þú færð nýjar hugmyndir, eða gamlar hugmyndir eru komnar til að rætast.

Þó að lífið hafi verið mikil vinna, þá er ekkert betra en að uppskera eftir mikla vinnu og alls kyns ferðalög að takmarkinu. Þú þarft að láta af þrjósku þinni gagnvart persónu eða persónum, sem vilja ekki leika við þig þann leik sem þig langar að leika. Því þú losnar um leið og þú sleppir frá þér óraunhæfum hugmyndum sem gætu tengst meðal annars ást eða persónum sem misnota hugarbreytandi efni, en þannig persónur eru ekki að gera þér gott.

Hins vegar eru ástin og fjölskyldan svo sterk á þessum tíma sem þú ert að rölta inn í. Slepptu bara tökunum, gerðu þitt besta og sýndu auðmýkt. Að vera hreinn, beinn og heiðarlegur skilar þér ávísuninni að hverju því sem þú ert að keppa að eða óskar eftir.

Það er svo algengt að við höldum að við höfum alltaf rétt fyrir okkur. Og hvort sem þú hefur það eða ekki, er best fyrir þig að dreifa jákvæðum skilaboðum, hughreysta fólk og elska það. Því þetta dásamlega spennandi sumar sem þú dansar inn í gefur þér áhugaverða og nýja dansfélaga. Einnig færir það þér verkefni og tækifæri sem engin takmörk virðast vera fyrir. En ef þér finnst þú vera latur eða þreyttur, er það ekki vegna vinnu eða álags sem tengist starfi þínu, nema þér leiðist vinnan. Heldur eru það áhyggjur, vonbrigði og gremja, sem eru í rauninni bara hugsanir þínar, sem geta dempað hjarta þitt. En þú munt fá það besta, hjartað mitt, og það besta getur aldrei verið of gott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda