Ljónið: Þú ert skipstjórinn næstu 70 daga

Elsku Ljónið mitt, það skiptir kannski ekki öllu þó efnisleg fullnægja sé í kringum þig og veraldleg gæði virðist dragast að þér. Því þú þarft að sjá það skýrt í sálu þinni að nota peningana til þess að fá þau lífsgæði sem þú óskar eða þig vantar.

Ef þér finnst þú ekki geta komið til leiðar ýmsu sem þurfi að gerast í kringum þig, fáðu þá bara einhvern í verkið, þannig finnurðu hvað þú getur best sjálfur. Í hvert skipti sem þú lagar eitthvað eða gengur frá einhverju sem er að plaga þig, þá stígurðu hærra í tröppuna sem leiðir þig að hamingjunni. Þegar þú finnur fyrir ójafnvægi þarftu að gera allt til þess að koma þér á beinu brautina. Því þú færð ekki það jafnvægi sem þú óskar þér nema að faðma að þér gamanið, setja þér markmið og klára þau.

Fáðu dómgreind að láni ef þú veist ekki alveg hvernig þú átt að fara að hlutunum og með því finnurðu fyrir meiri velgengni hratt og örugglega. Og þú öðlast meiri skilning á sjálfum þér og skilur betur hversu margslungin vera þú ert. Góð stjórnun, skipulag og jafnvægi eru einkunnarorð þín núna og innifalið í öllu þessu, þá veistu að það er sælla að gefa en þiggja.

Tækifærin finnur þú í þeim aðstæðum sem þú ert í, því þau eru hreinlega fyrir framan nefið á þér. Gættu þín á því að klóra ekki neinn, því þú ert svo sterkur karakter að þú getur leyft þér að fara yfir strikið, en þú vinnur þér enga punkta inn með því.

Það er hugrekki og heppni í orðum með þeim jafnvægistón sem þú tekur til þín. Þú sérð að þú ert að hitta og tengjast fólki sem býður þér hjálp og vinnu. Og þótt þér finnist kannski ekki verkefnið borga mikið þá er það mikilvægasta að þér líði vel og þér finnist gaman, því þá kemur hið veraldlega í kjölfarið. Þú hefur þá orku núna og risastóra áru sem hefur áhrif út um allt. Þú getur sett þig í þann gír sem þú kærir þig um, hvort sem þú vilt kveikja á sex appeal-inu þínu eða ekki, þá ertu á þeirri rás. Og næstu 70 dagar gera gæfumuninn, því þú ert skipstjórinn í þessari dásamlegu ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda