Vogin: Fjárfestu í þér

Elsku Vogin mín, þú ert aldeilis að púsla saman mörgum hlutum í lífinu núna og skipuleggja hluti alveg fram á haustið. Og þótt þú upplifir pínulítið að þú finnir ekki púslin, þá segi ég það við þig, elsku hjarta, að það er bara kjaftæði eins og vanalega. Þú færð svo margar hugmyndir og vilt hafa margt í gangi og kemst upp með meira en hin merkin.

Og þú getur verið svo töfrandi þegar þú ætlar að sannfæra einhvern og svo ákveðin þegar þú ætlar að sigra. Þú hjálpar öðrum til að finna sína hvata og drauma og láta þá verða að veruleika, og þegar það hefur gerst hefurðu svo mikinn tíma til að gleðja þig við.

Þú ert annaðhvort nýbúin að fá rós í hnappagatið eða annað sem þú getur verið stolt af. Það getur hvarflað að þér að þú sért búin að bíða of lengi eftir því, en það er bara ímyndun. Því það að vera á réttum stað á réttum tíma, gerir þessi merkilegu augnablik sem þú getur glaðst yfir.

Lífshlaup okkar hér á jörðinni er tengt Yin og Yang. Svo þakkaðu fyrir að þótt þú hafir fengið harðsperrur og hafir þurft að glíma við mikla erfiðleika, er hamingjan einungis fólgin í hugsunum þínum, svo gefðu þeim gott að borða. Ef heilsuleysi hefur stoppað þig að einhverju leyti þá skaltu sjálf fara á stúfana til að leita leiða til að gera líkamann eins góðan og hægt er. Þú skalt fjárfesta í þér, hvort sem það er til að líta betur út eða að efla sjálfstraustið og sjálfsálitið, sem er líka eina álitið sem skiptir máli. Hvort sem það tengist því að kaupa sér ný föt, eða að laga sig til eftir því hvað þér finnst að þú eigir skilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda