Sporðdrekinn: Þolir ekkert kjaftæði

Elsku Sporðrekinn minn, það er svo mikil og yndisleg mystík yfir þér. Svo margir eru að spá og langar að vita hvað þú ert að hugsa, en það er ekki séns að þeir komist inn í hjartaræturnar þínar. Þú hefur sveiflast eins og brotin fánastöng undanfarið, en munt vakna við það í kringum 8. ágúst að þú fáir þann styrk sem þú þarft að hafa og þú vitir að þú ert alltaf sigurvegari. Þú ert eina stjörnumerkið sem sagt er að sé stöðugt vatnsmerki. Þar af leiðandi hreyfir þú þig ekki þó aðrir vilji hreyfa þig til og það þarf sérstakan útbúnað til þess að sjá eitthvað í þessu vatni.

Svoleiðis lýsi ég líka karakternum þínum, því þú þolir ekkert sem heitir kjaftæði og finnst leiðinlegt að dekra upp úr þér einhver smaðjursorð, þó það væri kannski viturlegt. Þú eflir virðingu í kringum þig fyrir það að vera sterkur karakter, en þú ert það lokuð bók að enginn getur verið alveg viss um þig og tilfinningar þínar.

Þinn kostur og löstur er að þú treystir yfirleitt engum nema sjálfum þér. Þú hefur næga skerpu til að geta haft tímann góðan, en þú getur verið of fylginn þér og þessi dásamlega þrjóska getur farið í þínar eigin taugar. Þú ert búinn að vera að vinna í því að láta þér líða betur og að taka lífið föstum tökum. Þú ert að fara í að endurskipuleggja verkefni eða viðburði og átt eftir að tengjast fleiri hópum sem eru með ýmislegt á prjónunum. Og þetta mun gera líf þitt skemmtilegra og þér mun líða betur og það eina sem maður þarf er að líða vel. Þannig tími er siglandi inn og þú tekur réttar ákvarðanir um hvernig þú ætlar að tækla lífið og líðan þína.

Sálin þín og hugur á það til að vera „introvert“ en núna lætur þú stíflur bresta og þú átt að vera eins mikið „outrovert“ og þú getur, að gera allavega eitthvað smá í því á hverjum degi. Láttu þig vaða inn í óvenjulegar aðstæður, með nýju fólki, með því byggirðu andann og breytir sjálfinu. Því þú ert þinn eigin skapari og tíðnin sem umvefur þig á næstu mánuðum gerir þér allt kleift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda