Ljónið: Að lifa er að þora

Elsku Ljónið mitt, að lifa er að þora er setningin sem á að einkenna septembermánuð fyrir þig. Gerðu meira en þú þarft og láttu engan segja þér hvað þú þarft, því þú veist það sjálfur.

Steinn Ljónsins er mánasteinn og hann táknar gleði og ef þú skoðar vel þá hefur afstaða tunglsins mögnuð áhrif á þig. Það er nýtt tungl að birtast okkur þann sjöunda september og þá skynjar þú þau tækifæri sem eru í kringum þig til að byggja upp það sem þig langar til og að gera betur. Það er fullt tungl í fimmta merkinu þann 20. september og þá skynjar þú að það er takmarkalaust hvað þú getur magnað upp, svo það líkist göldrum.

En eitt verðurðu að vita samhliða þessu, að þegar fullt tungl er og þú ert reiður og finnst allt ómögulegt og ekkert að virka, þá magnarðu það líka upp í lífi þínu. Á þessu tímabili þarftu að vita skýrt hvað þú vilt og að senda það út í alheimsvitundina, því það kemur aftur til þín eins og búmerang. Og þú mátt ekki óska öðrum ama eða erfiðleika að neinu leyti til þess að fá þínu framgengt, því það gæti bitið þig til baka.

Það eru margar leiðir að opnast fyrir þér, til dæmis hvort þú viljir færa þig úr stað og fara annað. Hvaða titil þú vilt að vinna þín eða skóli hafi og hvaða leið er best til að fá þá peninga sem þig vantar til þess að geta skapað þér það líf sem þú vilt. Vertu með opin augu og hlustaðu vel því að þú átt eftir að geta nýtt þér þessar góðu aðstæður til þess að gera líf þitt skemmtilegra og betra.

Það er harðbannað að segja við sjálfan sig að maður hafi frestunaráráttu. Og þú mátt alls ekki notfæra þér hana, heldur skaltu ráðast á það sem hindrar þig strax. Lífið er ekki langhlaup heldur spretthlaup. Að taka sprettinn og klára hann þýðir einfaldlega að taka sprettinn og klára hann! Og þegar þú tekur þannig á hlutunum og klárar málin finnurðu sigurvegarann í þér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda