Vogin: Með góð spil á hendi

Elsku Vog­in mín, þinn kraft­ur og ein­lægni geta espað upp mann og ann­an. Og það er svo sann­ar­lega erfitt að þagga niður í Vog­inni. Þú hef­ur al­veg ofsa­lega góð spil á hendi og átt eft­ir að taka þinn tíma og hugsa vel og vand­lega hvernig þú ætl­ar að vinna leik­inn. Þú átt það samt til að of­hugsa og það get­ur haft áhrif á það hvort þú hvíl­ist rétt. Og það er það eina sem þú þarft að láta vera í fyr­ir­rúmi þenn­an mánuðinn.

Í því sam­hengi verðurðu líka að skoða vel hvaða mat­væli eða drykk­ir valda þér óþæg­ind­um. Því það get­ur rifið niður ork­una þína og þú veist ekk­ert leiðin­legra en að vera orku­laus. Þetta er eina hindr­un­in sem get­ur orðið til þess að hlut­irn­ir gangi ekki eins hratt fyr­ir sig og þau mark­mið sem þú hef­ur sett þér.

Það er líka mik­il­vægt, hvort sem það er tengt vina­hópi eða fjöl­skyldu, að þú sért leiðandi kraft­ur, því að þú ert frum­kvöðull. Notaðu bara þína fínu prúðmennsku og fal­legu skyn­semi til þess að gera það sem þarf á hinn rétt­asta máta, í því felst sig­ur­inn sem ég var að tala um.

Þið eruð svo mikl­ir ástar­engl­ar og svo hrif­næm, en samt ekki fljúga þangað sem þið getið brennt ykk­ur. Alls ekki leika ykk­ur að eld­in­um, því þú veist ná­kvæm­lega hvað er rétt. Það hef­ur verið síg­andi lukka yfir þér í sam­bandi við pen­inga og aðra ver­ald­lega hluti. Og síg­andi lukka er alltaf best, því hún er meira stabíl. Þú færð til­boð eða ger­ir til­boð í þessu sam­bandi, og þar af leiðandi trygg­ir þú und­ir­stöður þínar. Og þegar því er lokið get­urðu leyft þér að leika þér, því til þess eins fædd­ist þú á þessa jörð, að upp­lifa lífið.

Brúðarstjarna er blómið þitt og tákn­ar hún það að vera metnaðarfull­ur og með metnaði ger­ast meiri­hátt­ar hlut­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda