Vogin: Með góð spil á hendi

Elsku Vogin mín, þinn kraftur og einlægni geta espað upp mann og annan. Og það er svo sannarlega erfitt að þagga niður í Voginni. Þú hefur alveg ofsalega góð spil á hendi og átt eftir að taka þinn tíma og hugsa vel og vandlega hvernig þú ætlar að vinna leikinn. Þú átt það samt til að ofhugsa og það getur haft áhrif á það hvort þú hvílist rétt. Og það er það eina sem þú þarft að láta vera í fyrirrúmi þennan mánuðinn.

Í því samhengi verðurðu líka að skoða vel hvaða matvæli eða drykkir valda þér óþægindum. Því það getur rifið niður orkuna þína og þú veist ekkert leiðinlegra en að vera orkulaus. Þetta er eina hindrunin sem getur orðið til þess að hlutirnir gangi ekki eins hratt fyrir sig og þau markmið sem þú hefur sett þér.

Það er líka mikilvægt, hvort sem það er tengt vinahópi eða fjölskyldu, að þú sért leiðandi kraftur, því að þú ert frumkvöðull. Notaðu bara þína fínu prúðmennsku og fallegu skynsemi til þess að gera það sem þarf á hinn réttasta máta, í því felst sigurinn sem ég var að tala um.

Þið eruð svo miklir ástarenglar og svo hrifnæm, en samt ekki fljúga þangað sem þið getið brennt ykkur. Alls ekki leika ykkur að eldinum, því þú veist nákvæmlega hvað er rétt. Það hefur verið sígandi lukka yfir þér í sambandi við peninga og aðra veraldlega hluti. Og sígandi lukka er alltaf best, því hún er meira stabíl. Þú færð tilboð eða gerir tilboð í þessu sambandi, og þar af leiðandi tryggir þú undirstöður þínar. Og þegar því er lokið geturðu leyft þér að leika þér, því til þess eins fæddist þú á þessa jörð, að upplifa lífið.

Brúðarstjarna er blómið þitt og táknar hún það að vera metnaðarfullur og með metnaði gerast meiriháttar hlutir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda