Sporðdrekinn: Ekki bíða

Elsku Sporðdrekinn minn, það er verið að leggja heilmikið á þig og ef einhver er góður í að leysa verkefni og fá aðra til liðs við sig, þá ert það þú. Gerðu það sem þú þarft að gera núna og ekki bíða þangað til þér finnst hlutirnir komnir í óefni.Þú skalt bara vinda þér eins og snjóplógur, sem fer allt sem hann þarf að fara, í það sem þú þarft að gera og láta gerast.

Þú hefur efni og ástríðu til þess að leysa þá hnúta sem þarf, hvort sem þeir tengjast sjálfum þér eða öðrum. Það eina sem þú þarft að hafa á kristaltæru er að þú náir að sofa og hvíla þig vel til þess að orkan verði eins og þú vilt hafa hana og tímasetja hvenær þú vilt vera búin/n að því sem þér finnst þú þurfa að gera.

Um leið og þú tímasetur byrjar lífið að senda þér réttar manneskjur og rétta hluti til þess að þú getir klárað málin. En þú ert svo einstök manneskja að þegar þú efast um sjálfa/n þig hugsarðu í hringi í stað þess að hrinda því sem þú þarft að gera í framkvæmd. Þú ert alltaf snillingur í samskiptum þegar þú þarft þess.

Í ástamálunum er samskiptahæfni þín ekki alltaf upp á tíu svo leyfðu þeirri manneskju sem er svo heppin að fá að hafa þig í lífinu að blómstra eins vel og þú mögulega getur hjálpað henni til. Ástin verður þér góð ef þú gefur henni næringu. Það besta við þig er að þú dæmir ekki aðra og hefur fulla trú á fólki. Karma er að koma inn í líf þitt og gefa þér til baka, svo heppnin heldur í höndina á þér. En um leið og þú efast og hugsar að þú sért óheppin/n þá kemst hið jákvæða karma ekki til þín.

Það er nýtt upphaf í kortunum og hvort sem það fer hægt eða hratt af stað verður það þér til meiri blessunar en þú nokkurn tímann þorðir að vona. Október, nóvember og desember eru mánuðirnir sem snúa lífi þínu við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda