Vogin: Ekki taka áhættu

Elsku Vogin mín, það er ekki langt síðan þú gladdist yfir merkilegum atburði í lífi þínu og allt virtist leika í lyndi. En þú átt það til að vera fljót að gleyma þeirri gæfu sem umlykur þig. Þú hefur tilhneigingu til að setja undir þig hausinn og búa til allskyns vitleysu í huganum sem þú kvíðir fyrir. Þegar þú ert með huga og haus í framtíðinni, þá sérðu ekki sólina, því framtíðin skapast með gleðinni sem þú geislar af núna.

Vertu fullkomlega róleg og hafðu þá trú að lífið leysi þetta allt saman, það er nákvæmlega
það sem gerist og þú finnur síðasta púslið í púsluspilinu. Þegar þú ert pirruð út í sjálfa þig er
ekki nokkur leið að vera í kringum þig. Og það er afskaplega skrýtið, þar sem þú ert svo
heppin að vera þú og vildir í raun og veru ekki vera nein önnur. Að þú getir klappað þér á
bakið og sagt við þig upphefjandi orð. Þegar þú breytir því hvernig þú talar við sjálfa þig
breytist allt.

Þú getur skilið við fósturlandið, vinnuna, fjölskylduna, en þú situr uppi með þessa sérstöku
manneskju sem þú valdir að vera áður en þú komst inn í þetta líf. Þú ert rosalega há ljósvera
sem á erfitt stundum með það að vera bara manneskja.

Ekki fara út í neina sérstaka áhættu í sambandi við fjármál, hugsaðu þar eins og hagsýn
húsmóðir og settu peninga til hliðar ef þú getur. Þú ert að fara að rækta sjálfa þig meira,
bæði líkama og anda. Og þegar þú sérð að árangur næst á stuttum tíma og þú geislar eins og engill, þá fer ástin í þann farveg sem þú vilt. Gefðu með gleði, þá verður allt að gulli sem þú
snertir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda