Vogin: Geislar af glæsileika og fegurð

Elsku Vog­in mín, þín dá­sam­lega plán­eta er ástarplán­et­an mikla Ven­us, því ást­in skipt­ir þig svo miklu máli. Þú hef­ur svo mikla út­geisl­un, glæsi­leika og feg­urð og það er nátt­úru­lega vegna þess að þú ert barn Venus­ar.

Þú hef­ur þann ein­staka hæfi­leika að draga að þér fólk, hvort sem þú vilt það eða ekki, vegna þess að þú hef­ur óvenju fín­gerða næmni. En þegar Ven­us snýst öf­ugt eða aft­urá­bak, þá horf­irðu of mikið á mis­tök sem þú hef­ur ein­hvern­tím­ann gert. Og það er það eina get­ur fest þig svo ræki­lega niður að þú kemst hvorki aft­urá­bak né áfram.

Þess­vegna er svo mik­il­vægt núna að þú skipt­ir um gír og ein­blín­ir á ljósið sem er svo sann­ar­lega allt í kring­um þig. Og það er sama af hvaða kyni þú ert; þú færð þessa kven­legu orku. Því það býr smá kona í öll­um mönn­um í þessu merki og þess­vegna er svo gott að tala við þá um allt.

Það hef­ur verið svo mikið að ger­ast í kring­um þig og þess­vegna ertu í mik­illi vinnu við að leysa hnút­ana til þess að finna betri líðan. Þú hef­ur allt sem þú þarft bara í hjarta þínu og það skipt­ir ekki máli hvað ger­ist í kring­um þig. Því þú ert að finna leið til þess að sleppa tök­um á því sem ger­ir vit­leys­una og til að baða þig í öllu því sól­ar­ljósi sem þú get­ur fundið. Andaðu bara ró­lega með nef­inu og skrifaðu niður hvað og hverju þú hef­ur áorkað síðustu mánuði. Þá sérðu svart á hvítu hvað þú ert sterk.

Þó að fólki líki ekki allt sem þú ger­ir og seg­ir, þá er það bara skít­kast smá­borg­ar­ans sem hef­ur ekki sömu hug­sjón­ir og þú. Stattu við það sem þú ætl­ar þér að gera, því það er eng­in hindr­un hjá þér, svo frestaðu engu. Þá fer allt svo dá­sam­lega, en þú þarft að þora til að lifa og þú veist ná­kvæm­lega hvað þú þarft að gera. En ef þú fram­kvæm­ir ekki miss­irðu mátt­inn og þá veistu af­hverju þú finn­ur og hef­ur verki í lík­ama og sál, en þtta er sterk­ur tími svo njóttu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda