Vatnsberinn: Þú færð það sem þú þráir

Elsku Vatnsberinn minn,

ef þú skoðar vel þá sérðu þú ert ótrúlega heppin persóna. En þótt það sé rauði þráðurinn í lífi þínu, þá skaltu vanda þig ef lífið virðist vera allt of hratt. Hafðu því alltaf svolítið varann á og hægðu á þér með reglulegu millibili. Þú ferð inn í tímabil þar sem þú nýtur alls hins besta sem lífið hefur upp á að bjóða, en ekki eyða of miklum fjármunum í eitthvað rugl.

Þú hefur mikinn áhuga á að finna leiðir til þess að hjálpa öðrum. En þú þarft að gera það af þínum lífs og sálarkröftum. Margir Vatnsberar eru í stjórnmálum, sem er dálítið flókið fyrirbrigði. En annars skaltu skoða að það býr í þér töframaður. Það sem þú virkilega þráir dregst að þér eins og segull að járni.

Þú skalt vera stórhuga á þessu tímabili og það þarf ekki að kosta mikla peninga, heldur meira að framkvæma. Fólk á eftir að opna sig meira fyrir þér en öðrum því þú ert svo aðlaðandi persóna, svo einlæg, en samt þakin dulúð. Vertu hlutlaus ef fólk er að rífast í kringum þig. Ekki taka of sterka afstöðu með þessum eða hinum, stilltu frekar til friðar, það er þitt hlutverk.

Það verða mikil ævintýri að gerast, mörg tengd í kringum ást því þú verður með svo opið hjarta og þú átt eftir að gefa hjarta þitt að fullu. Þó það komi í ljós að þú átt frekar fleiri sálufélaga en einn sem er ekki alltaf einfalt. Þú munt geta forðað þér úr skuggalegum aðstæðum og hættum. Því þú ert bara með svo góðan verndarengil þér við hlið og það er eins og þú hafir níu líf.

Þú þarft að skilja að það verður auðvelt fyrir þig að ná þeim frama sem þú vilt, því að þú færð hvert tækifærið af öðru á silfurbakka. Og þessi fallegi húmor þinn breiðir yfir sáru tilfinningarnar þínar. Þú getur fundið fyrir öfund, en ef öfund væri virkjuð á íslandi þyrftum við ekki rafmagn. Svo haltu áfram eins og ekkert hafi í skorist sama hvað aðrir eru að röfla.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda