Vogin: Þú getur leyft þér að hlakka til

Elsku Vog­in mín, lit­rík­asta og fal­leg­asta fólkið hef­ur valið sér að fæðast í þessu merki og þú þarft að muna að vera stolt af sjálfri þér og alls ekki gleyma því sem stóð up­p­úr á síðasta ári. Strokaðu hitt úr minni þínu og talaðu lítt sem ekk­ert um þá at­b­urði sem hafa sparkað í þig á síðasta ári þegar hið nýja ár geng­ur inn í garðinn þinn. Þú byrj­ar þetta nýja tíma­bil á hinni and­legu og heil­ögu tölu sjö og þá er svo mik­il­vægt að hugsa eins og indí­án­inn gerði, að tengja sig í jafn­vægi í gegn­um dýr­in og frum­kraft­inn sem býr í sög­unni okk­ar allra.

Vatnið og eld­ur­inn er mik­il­væg­ur og það virðist svo margt vera eins og sof­andi þenn­an fyrsta mánuð sem bless­ar þig. Tím­inn líður óvenju hægt, sem er líka gott því að hraðinn hef­ur verið ótrú­leg­ur hjá þér. Þú lend­ir eins og lóan ger­ir þegar hún kem­ur hér á vor­in og seg­ir okk­ur að vorið sé komið og þar sem þú ert sann­kallað loft­merki þarftu líka að geta flogið eins og lóan og vera hreyf­an­leg eins og vind­ur­inn.

Þegar fe­brú­ar byrj­ar þá flyt­ur þú til fjöll, virkj­ar í þér her­mann­inn og leys­ir þau verk­efni sem þú bæði hef­ur sett til hliðar eða geymt. Þú sérð það bæði og skýrt og skor­in­ort á vor­mánuðum að þú ert ekki tré svo þú get­ur fært þig um stað, hvert svo sem þér verður boðið.

Þú kannt líka bet­ur og bet­ur að meta ást­ina sem er í kring­um þig og þannig byrj­ar þú sum­ar­tím­ann. Í því sam­hengi ferðu að finna þér ný áhuga­mál sem gefa þér birtu hjart­ans og and­lega full­næg­ingu.

Það verður svo mikið flæði í því sem þú sérð með þínum and­lega krafti. Þú skynj­ar svo mikið mátt þinn fyr­ir því hvað í raun og veru er rétt eða rangt. Það eru marg­ir óvenju­leg­ir og merki­leg­ir hlut­ir tengd­ir í kring­um sept­em­ber, októ­ber eða nóv­em­ber og sér­stak­lega í kring­um af­mæl­is­mánuðinn þinn. Því að lífs­kraft­ur­inn teng­ir þig svo hátt og tal­an sjö kem­ur aft­ur fyr­ir, en út­kom­an úr tvisvar sinn­um sjö er 14, jafnt og fimm. Þetta teng­ir sam­an sjálf­stæði og þrjósku sem efl­ir þig í hinu rétta. Nýtt og skemmti­legt fólk og fram­andi ferðalög, það verður allt að ger­ast. Þannig að þú get­ur svo sann­ar­lega leyft þér að hlakka til.

Knús og koss­ar, Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda