Bogmaðurinn: Þú elskar að uppgötva nýjar hliðar

Elsku Bogmaður­inn minn,

það er í raun ekk­ert sem þér er óviðkom­andi. Þú elsk­ar að upp­götva nýj­ar hliðar á líf­inu, búa til æv­in­týri og njóta þín. En þegar ein­hver ann­ar stjórn­ar hvernig þú átt að vera eða hvað þú átt að gera, hvort sem það teng­ist verk­efn­um, vin­um eða ást­inni, þá verðurðu geðstirður. Þegar þú verður geðstirður verður allt leiðin­legt. Stund­um held­urðu pirr­ingn­um of lengi inni í þér og þá áttu það til að hvæsa hærra en tír­is­dýr þegar þú hef­ur fengið nóg.

Þú hef­ur dýpri og gleggri skiln­ing á furðuverk­um lífs­ins en flest­ir og í þér býr leiðtogi. Sá leiðtogi sem hent­ar því að þú stjórn­ir sjálf­um þér og skap­ir verk­efni eða vinnu sem þú get­ur verið sjálf­stæður og í ró. Þú hef­ur tæl­andi takta og get­ur verið mjög krefj­andi og þá sér­stak­lega við sjálf­an þig.

Þú gef­ur þig af öll­um lífs og sál­ar­kröft­um þegar þú elsk­ar eða þegar þú ert að skapa eitt­hvað skemmti­legt. Þegar þú skynj­ar bet­ur þitt barns­lega eðli, þá sérðu hvað þú ert með frjótt ímynd­un­ar­afl og það er þinn sterk­asti og besti hæfi­leiki.

Miðað við af­stöðu tungl­anna er trú­legt að þú gæt­ir keypt þér hús­næði eða fengið upp í hend­urn­ar ein­hvers­kon­ar íverustað sem gleður svo sann­ar­lega hjarta þitt. Marg­ir í þínu merki eiga eft­ir að fara að stunda allskyns hreyf­ingu og þá sér­stak­lega hlaupa, klifra og gera eitt­hvað í nátt­úr­unni sem gef­ur þér orku úr súr­efn­inu sem þú færð.

Hug­rekki verður ein­kenn­andi og ein­hver ósig­ur er á leiðinni til þín, en í því ferli er per­sóna sem hjálp­ar þér að fá það sem þú ósk­ar þér eft­ir. Jafn­vægi, friður og traust mynd­ast í fram­haldi af þessu, svo sig­ur­inn verður meiri en þú átt von á. Vertu áræðinn og hug­djarf­ur því hugdirfsk­an borg­ar sig í þetta sinn.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda