Fiskarnir: Þú ert með svo mikinn X-factor

Elsku Fisk­ur­inn minn,

það er í eðli þínu að skína skært og skemmta öðrum. Þú reyn­ir stöðugt að vinna nýja sigra og færð al­veg full­kom­inn móral þegar þér finnst þú hafa verið leiðin­leg­ur við aðra. Þessi skynj­un þín á því hvað aðrir eru að hugsa er yf­ir­leitt röng, því að þú ert oft svo fljót­ur að ákveða að þessi mann­eskja sé svona eða hinseg­in eða hugsi þetta eða hitt.

Þinn X-Fa­ktor verður sterk­ast­ur í því að þú munt tala svo fal­lega, frá hjart­anu og vera ein­læg­ur. Af­leiðing­in er sú að þú hitt­ir beint í hjart­astað. Þitt eðli er að hafa bara einn maka og það er al­veg ör­uggt að það er trygg­lynd og glæsi­leg mann­eskja. Það er hætt við því að þú skuld­bind­ir þig gagn­vart ann­arri per­sónu, fjár­hags­lega eða tengt sam­vinnu sem þú kemst ekki auðveld­lega út úr. Þegar þú finn­ur ör­ygg­is­leysi í þeim teng­ing­um, þá verðurðu of krefj­andi og get­ur því ógnað því ör­yggi sem þú vilt og þarft að hafa. Gerðu það sem þér finnst gam­an, bæði í viðskipt­um, verk­efn­um og í ást­inni, þá sérðu hvað lífið ert skemmti­legt.

Þér gæti fund­ist þú vera of áhrifa­gjarn í þess­um mánuði og það teng­ist fólki sem reyn­ir að ná tang­ar­haldi á þér og þetta fólk er mögu­lega tengt fortíðinni. Gefðu þeim ekk­ert færi á að breyta því sem þú ert að gera, því þá sigl­irðu ekki eins hratt áfram og þér er ætlað. Þú get­ur hjálpað til, punkt­ur og ef þér leiðist í vinn­unni, þá er hún bara of venju­leg fyr­ir þig. Breyttu til, því nú færðu mögu­leik­ana, bættu við, því nú færðu tæki­fær­in. Útkom­an er ár­ang­urs­ríkt og happ­sælt sam­starf og þú lít­ur á lífið bjart­sýn­um aug­um, leyf­ir þér að elska það sem þú ert að gera eða þá mann­eskju sem þú vilt vera.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda