Meyjan: Velgengnin er handan við hornið ef ...

Elsku Meyjan mín,

það eina sem virkar er að vera alveg pollróleg. Láta ekkert koma sér úr jafnvægi og taka ekki neitt inn á þig, því að enginn getur látið þér líða illa nema að þú samþykkir það. Þú hefur þann eiginleika að geta gert grín að sjálfri þér og á meðan þetta er þitt sterka ankeri mun ekkert geta hreyft við líðan þinni. Ef þér finnst þú virkilega vera í myrkrinu sama hvað útlitið er svart, skaltu bara að nota þá reglu að á meðan þér finnst eitthvað vera að draga þig niður þarftu bara að bíða í fimm daga þá sérðu aðstæður í öðru ljósi.

Ef það er eitthvað sem þú hefur frestað, þá skaltu bara byrja á að gera eitthvað í því máli og hugurinn og verkefnið munu blessast. Þú færð nefnilega bráðsnjallar og óvenjulegar hugmyndir sem virka að sjálfsögðu ekki nema þú gerir eitthvað í þeim. Það er ekkert of seint til þess að gera það sem þú þarft að gera.

Þú átt eftir að hafa mikla velgengni, en þú munt ekki njóta hennar nema þú gefir eins mikið af henni og þú mögulega getur. En þú ræður að sjálfsögðu hverjum og hversu mikið þú gefur. Þú verður heppin eða dettur í lukkupottinn í sambandi við peninga og peningar eru orka svo nýttu þér það.

Það verða óvanalegar breytingar í vinnu eða verkefnum og því amstri sem er framundan. Það fyrsta sem þér dettur í hug að þessar breytingar séu þér ekki fyrir bestu, en þær eru það. Þú verður alsæl með sjálfa þig vegna þess að þú stendur með þér og líður vel með sjálfa þig því að þú hefur bara gert það sem var rétt að gera. Hafðu samt þín leyndarmál fyrir þig. Það er langbest fyrir þig, því að þjóð veit sem þrír vita. Þessi mánuður táknar persónulegan vöxt ástarsambands eða nýs upphafs. Ég kastaði fyrir þig rún sem táknaði bæði andlegan, líkamlegan og persónulegan vöxt, ást og upphaf, ef þú ert tilbúin.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda