Meyjan: Velgengnin er handan við hornið ef ...

Elsku Meyj­an mín,

það eina sem virk­ar er að vera al­veg poll­ró­leg. Láta ekk­ert koma sér úr jafn­vægi og taka ekki neitt inn á þig, því að eng­inn get­ur látið þér líða illa nema að þú samþykk­ir það. Þú hef­ur þann eig­in­leika að geta gert grín að sjálfri þér og á meðan þetta er þitt sterka an­keri mun ekk­ert geta hreyft við líðan þinni. Ef þér finnst þú virki­lega vera í myrkr­inu sama hvað út­litið er svart, skaltu bara að nota þá reglu að á meðan þér finnst eitt­hvað vera að draga þig niður þarftu bara að bíða í fimm daga þá sérðu aðstæður í öðru ljósi.

Ef það er eitt­hvað sem þú hef­ur frestað, þá skaltu bara byrja á að gera eitt­hvað í því máli og hug­ur­inn og verk­efnið munu bless­ast. Þú færð nefni­lega bráðsnjall­ar og óvenju­leg­ar hug­mynd­ir sem virka að sjálf­sögðu ekki nema þú ger­ir eitt­hvað í þeim. Það er ekk­ert of seint til þess að gera það sem þú þarft að gera.

Þú átt eft­ir að hafa mikla vel­gengni, en þú munt ekki njóta henn­ar nema þú gef­ir eins mikið af henni og þú mögu­lega get­ur. En þú ræður að sjálf­sögðu hverj­um og hversu mikið þú gef­ur. Þú verður hepp­in eða dett­ur í lukkupott­inn í sam­bandi við pen­inga og pen­ing­ar eru orka svo nýttu þér það.

Það verða óvana­leg­ar breyt­ing­ar í vinnu eða verk­efn­um og því amstri sem er framund­an. Það fyrsta sem þér dett­ur í hug að þess­ar breyt­ing­ar séu þér ekki fyr­ir bestu, en þær eru það. Þú verður al­sæl með sjálfa þig vegna þess að þú stend­ur með þér og líður vel með sjálfa þig því að þú hef­ur bara gert það sem var rétt að gera. Hafðu samt þín leynd­ar­mál fyr­ir þig. Það er lang­best fyr­ir þig, því að þjóð veit sem þrír vita. Þessi mánuður tákn­ar per­sónu­leg­an vöxt ástar­sam­bands eða nýs upp­hafs. Ég kastaði fyr­ir þig rún sem táknaði bæði and­leg­an, lík­am­leg­an og per­sónu­leg­an vöxt, ást og upp­haf, ef þú ert til­bú­in.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda