Steingeitin: Þú ert í góðri stöðu

Elsku Stein­geit­in mín,

sveigj­an­leiki er kraft­ur­inn sem þú þarft að til­einka þér í þess­um dá­sam­lega mánuði sem er að hefjast. Þetta er mánuður­inn þar sem þrjósk­asta fólk í þessu merki skipt­ir um skoðun. Það finn­ur sér nýja og fal­legri sýn á það sem er að ger­ast í kring­um það og finn­ur að það get­ur leyft sér að vera ró­legra en það hef­ur getað áður. Með þessu öllu sam­an færð þú sjálfs­ör­yggi, stöðuleika og styrk. Þú munt finna að þú hef­ur allt sem þú þarft til að halda stöðu þinni og því sem þér hef­ur verið lofað verður að veru­leika. Þér finnst kannski ekki alltaf þoli­mæði vera dyggð, og það er rétt að hluta, svo vertu vak­andi og láttu ekki aðra vinna þína vinnu eða verk­efni.

Ferðalög eða aðrar merki­leg­ar skemmt­an­ir detta inn eins og af himn­um ofan og þú sérð svo­leiðis með sanni að lífið er dá­sam­legt. Sam­keppn­in sem þú held­ur að sé í kring­um þig og að þú þurf­ir að bæta þig enda­laust, er ekki einu sinni til staðar. Þú ert í góðri stöðu, þú þarft bara að tala og senni­lega viði fólk sem þú vilt ekki tala við, en láttu þig hafa það og þá muntu skjóta í mark.

Það eru lík­ur á að þú þurf­ir að leita lækn­is, gæti orðið ein­hver minni­hátt­ar skurðaðgerð eða eitt­hvað verður lag­fært sem er kom­inn tími á að þú skoðir. Þú end­ur­met­ur svo margt og sérð að það er svo mikið meira í lífið spunnið en það sem þú sérð. Ef þig vant­ar aga, þá er hann í þér, þú þarft bara að taka hann út. Tákn­in sem þú færð er sig­ur yfir þeim sem þér finnst ekki vija þér vel og bati mun verða skjót­ur og þú sigr­ast á öll­um þeim ótta sem hef­ur verið að bíta þig.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda