Tvíburarnir: Pússlið þitt mun smella saman

Elsku Tvíburinn minn,

það er ekki alveg víst að hlutirnir hafi farið alveg eins og þú bjóst við fyrir sjálfan þig, en svo sannarlega muntu hafa vit og þroska til þess að gleðjast með þeim sem gengur vel. Við þá tilfinningu og orku þá smellur púslið þitt saman og þú sérð skýrari mynd að framtíð þinni. Þú þarft alls ekki að vera bestur í öllu, en þú átt ekki langt að sækja keppnisandann. Og þegar þú ert í yngri kantinum áttu það til að taka of mikið að þér og þá sérstaklega yfir háveturinn. Sem er kannski ekki alveg þinn uppáhalds, uppáhaldstími. Núna þarftu að gera plan og í því seturðu niður hvað þú vilt frá hjartanu að gerist. Og svo seturðu niður plan B um hvað þú getur sætt þig við að muni gerast. Svo seturðu þetta blað eða plan einhversstaðar sem þú sérð það, þó það sé ekki nema að það glitti í það. Og þegar þú sleppir tökunum þá notarðu þessa möntru: „Whatever will be, will be, but it will be the best for me“.

Þú lítur alltaf stórkostlega út og frá þér stafar geislandi hlýja. Oft sleppur þó út úr þér mögnuð kaldhæðni sem ekki allir skilja. Svo vandaðu orðaval þitt vel, sérstaklega þegar þú ert háttstemmdur. Þér finnast tækifærin hafa bankað á dyrnar þínar og þú hugsar oft um hvort þú hafir sleppt einhverju mikilvægu eða hvort þú hafir gert rétt í stöðunni. Núna skaltu muna að þú átt að banka á dyr tækifæranna, það er þetta tækifæri sem ég við eða það er eitthvað annað tækifæri sem ég vil að komi til mín, bankaðu því fast og hikaðu ekki.

Þú hefur allt sem þú þarft og þú býrð yfir því sem þig vantar. Taktu eftir því að vinir þínir eru svo oft að hæla þér, sjáðu og hlustaðu á hvað þeir eru að segja. Þér munu berast miklar fréttir sem koma þér á óvart og eru tengdar spillingu eða lygi og þarafleiðandi eru þær fréttir mestmegnis byggðar á slúðri. Láttu þér standa á sama um hvað aðrir eru að röfla í kringum þig, því þér er gefin undrasýn og það er fegurð fólgin í þínum tilfinningum.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda