Vatnsberinn: Þú færð annað tækifæri

Elsku Vatnsberinn minn,

þetta er dásamlega spennandi og ævintýralegt tímabil sem þú ert að fara inn í. Það er svo sannarlega margt búið að vera að gerast á síðustu mánuðum og núna ertu í einskonar kapphlaupi. Breyting verður til batnaðar, lokastaða unnina verka kemur í ljós. Það verða ekki allir sammála, enda bjóstu heldur ekki við því. Það hefur fylgt þér í gegnum lífið umtalsverð heppni og ef þú sest niður í stutta stund og skoðar líf þitt aðeins, þá er lukkuhringur í umhverfis þig.

Réttvísin dansar í kringum þig og þú þarft að hafa það alveg á hreinu að það sem þú gerir sé lögum samkvæmt. Annars getur jafnvægið raskast svo að góð dómgreind færir þér velunnara og velgengni. Svo kemur að undirritun samninga og þá fyrst máttu fagna.

Venus er sterkur yfir lífi þínu og getur verið fyrirboði sambands, hjónabands eða einhver merkilegt tenging sem varir lengi. Þó að þér finnist það ekki þér í hag að vera stjórnað þá er það eitt af því merkilegasta sem þú gerir til að festa rætur og tengja þig alvöru vináttu. Þú hefur mikinn mátt ímyndunar og ímyndunarafls, getur gert heimili að höll, og laðar til þín allt sem þú kærir þig um.

Haltu áfram elskan mín að vera sólskinskátur því það mun skila sér til allra í kringum þig. Það er einn af þínum stærstu ókostum að það er alveg sama hversu vel þú gerir og klárar allt svo vandlega að þér finnst ekki mikið til þess koma eftir dálítinn tíma. Það er eina ástæðan fyrir því að þér líður illa í hjartanu, svo hristu þetta af þér og horfðu ekki í baksýnisspegilinn.

Ég dreg fyrir þig þrjú spil og á fyrsta spilinu er mynd af tígrisdýri og er það dálítið skemmtilegt því að þetta er ár tígrisdýrsins í kínverskri stjörnuspeki. Þetta táknar að þér hlotnast mikill heiður, en öfundsýki gnæfir yfir og slúður gæti margfaldast vegna þess. Það kemur líka að þú færð annað tækifæri til að sýna hvað í þér býr og þar færðu frama.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda