Vatnsberinn: Þú færð annað tækifæri

Elsku Vatns­ber­inn minn,

þetta er dá­sam­lega spenn­andi og æv­in­týra­legt tíma­bil sem þú ert að fara inn í. Það er svo sann­ar­lega margt búið að vera að ger­ast á síðustu mánuðum og núna ertu í einskon­ar kapp­hlaupi. Breyt­ing verður til batnaðar, lokastaða unn­ina verka kem­ur í ljós. Það verða ekki all­ir sam­mála, enda bjóstu held­ur ekki við því. Það hef­ur fylgt þér í gegn­um lífið um­tals­verð heppni og ef þú sest niður í stutta stund og skoðar líf þitt aðeins, þá er lukku­hring­ur í um­hverf­is þig.

Rétt­vís­in dans­ar í kring­um þig og þú þarft að hafa það al­veg á hreinu að það sem þú ger­ir sé lög­um sam­kvæmt. Ann­ars get­ur jafn­vægið rask­ast svo að góð dómgreind fær­ir þér vel­unn­ara og vel­gengni. Svo kem­ur að und­ir­rit­un samn­inga og þá fyrst máttu fagna.

Ven­us er sterk­ur yfir lífi þínu og get­ur verið fyr­ir­boði sam­bands, hjóna­bands eða ein­hver merki­legt teng­ing sem var­ir lengi. Þó að þér finn­ist það ekki þér í hag að vera stjórnað þá er það eitt af því merki­leg­asta sem þú ger­ir til að festa ræt­ur og tengja þig al­vöru vináttu. Þú hef­ur mik­inn mátt ímynd­un­ar og ímynd­un­ar­afls, get­ur gert heim­ili að höll, og laðar til þín allt sem þú kær­ir þig um.

Haltu áfram elsk­an mín að vera sól­skin­skát­ur því það mun skila sér til allra í kring­um þig. Það er einn af þínum stærstu ókost­um að það er al­veg sama hversu vel þú ger­ir og klár­ar allt svo vand­lega að þér finnst ekki mikið til þess koma eft­ir dá­lít­inn tíma. Það er eina ástæðan fyr­ir því að þér líður illa í hjart­anu, svo hristu þetta af þér og horfðu ekki í bak­sýn­is­speg­il­inn.

Ég dreg fyr­ir þig þrjú spil og á fyrsta spil­inu er mynd af tígr­is­dýri og er það dá­lítið skemmti­legt því að þetta er ár tígr­is­dýrs­ins í kín­verskri stjörnu­speki. Þetta tákn­ar að þér hlotn­ast mik­ill heiður, en öf­und­sýki gnæf­ir yfir og slúður gæti marg­fald­ast vegna þess. Það kem­ur líka að þú færð annað tæki­færi til að sýna hvað í þér býr og þar færðu frama.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda