Vogin: Þetta er tíminn til að endurnýja þig

Elsku Vog­in mín,

þú hef­ur verið að hugsa margt og mikið. Þú ert búin að kom­ast að niður­stöðu með ým­is­legt en hef­ur látið annað bíða. Núna er svo sann­ar­lega tím­inn til þess að slaka á, því mánuður ást­ar er geng­inn í garð. Svo að allt sem teng­ist ást­inni mun verða betra og friðsam­ara. En ef nei­kvæð öfl eru í ástarteng­ing­unni spring­ur hún eins og flug­eld­ur, sem er bara fal­leg­ur í and­ar­tak áður en hann verður að engu. Þú hef­ur fal­lega út­geisl­un, en hug­ur­inn er að leika á þig og senda þér vit­leys­ur. Ekk­ert sem þú ert í raun og veru að hafa áhyggj­ur er eins merki­legt og þú heldu, eða mun reyn­ast eins af­drifa­ríkt og þú bjóst við.

Þú ert að fara að prófa nýja hluti, taka tölu­verða U- beygju, per­sónu­lega og prívat fyr­ir sjálfa þig og þess vegna finna visku­brunna í þér. Sú til­finn­ing kem­ur upp að þér finnst þú hald­ir þér á kafi í vatn­inu en það er bara þín skynj­un á mál­efn­inu.

Ýmis­legt fólk fer al­veg ofboðslega mikið í þínar fínu taug­ar, ekki gera neitt í því og þá geng­ur allt miklu bet­ur. Þér finnst að mann­eskja sem er mjög ná­lægt þér hafi vaðið yfir þig og hafi ætlað að taka eitt­hvað frá þér, en þannig verður það ekki. Þetta er blessaður tími til að end­ur­nýja, til að skoða hvort þú sért á þeim stað sem þú varst búin að ákveða þér að vera á. Það verður tími til að  leyfa þér að vera ást­fang­in eins og ung­ling­ur, hvort sem þú haf­ir maka eður ei. Þá finn­urðu frelsið sem þig vant­ar og bygg­ir upp þitt líf eins og þú vilt hafa það.

Þú átt eft­ir að færa sól­skin inn í líf annarra og með því fyll­ist hjarta þitt af ást. Þú átt að kalla þetta sól­skins­mánuð, því það mun skína skært á þig þegar þú þarft. Ekki taka áhættu í pen­inga­mál­um, bíddu með það þangað til að lengra líður fram á árið, því þá koma tæki­fær­in í hrönn­um. Að lifa er þora er áskor­un­in sem þú færð frá Al­heim­in­um.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda