Krabbinn: Þú gætir fengið nýtt starf

Elsku Krabb­inn minn,

það er svo log­andi skemmti­leg og fal­leg tíðni að læðast inn í til­ver­una þína. Þú sérð mögu­leik­ana í hverri mín­útu, þú virkj­ar öll þín skiln­ing­ar­vit og sjötta skiln­ing­ar­vit­in verður sér­stak­lega næmt. Þú sérð og finn­ur að þú færð ein­hvers­kon­ar vitran­ir, bæði í draumi og vöku. Það eina sem get­ur haldið þér niðri er að þú sért und­ir ein­hverri kúg­un og stjórn­semi annarra, sem mölva and­ann þinn.

Það er þitt að brjót­ast und­an ok­inu og gefa þeim ekki tæki­færi sem halda það að þeir séu yfir þig hafn­ir. Þú færð mögu­leika á flutn­ing­um og þú skynj­ar hvað þú hef­ur verið að gera rangt gagn­vart sjálf­um þér. Þú færð líka mögu­leika á nýju starfi, starfs­hátt­um eða skóla­göngu, en fyrst og fremst færðu kraft til að geta verið hreyk­inn af sjálf­um þér.

Þetta mun opna hjarta þitt upp á gátt og ást­in mun smjúga þar inn ef þú vilt og ef hún er ekki til staðar.  Eitt­hvað úr fortíðinni mæt­ir þér, eitt­hvað sem þú varst al­veg bú­inn að gleyma. Þetta get­ur líka verið eitt­hvað sem þú hef­ur óskað þér fyr­ir löngu að myndi ger­ast, en var fallið í gleymsk­unn­ar dá. Svo eins og hendi væri veifað skrepp­ur þetta inn í líf þitt og litar það með regn­bog­an­um.

Það eru líka hlut­ir sem þú hef­ur gef­ist upp á að þú gæt­ir gert sem snúa öðru­vísi við þér núna og þá skalt þú svo sann­ar­lega ekki hika. Því rétta tíðnin er í kring­um þig til að ýta þér áfram.

Líf þitt er búið að fara í ákveðna hringi og hef­ur átt það til að end­ur­taka þá hringi. Þú hef­ur lent í því að þér hef­ur fund­ist þú vera berrassaður fyr­ir fram­an alla og að fólk viti meira um þig en það ætti að gera. Þetta er al­veg satt, en þú þarft ekk­ert að skamm­ast þín fyr­ir neitt. Þú kem­ur þér úr allri klípu sterk­ari en fyrr, finnst þú vera eins og fugl­inn Fön­ix sem rís úr eld­in­um og þú finn­ur að það er ekk­ert sem þú þarft að ótt­ast.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda