Bogmaðurinn: Það má alltaf skipta um skoðun

Elsku Bogmaðurinn minn,

þú ert að fara að skapa svo mikla gleði í kringum þig. Þú verður að vita að það er allt í lagi að skipta um skoðun og breyta þeirri leið sem þú vilt fara. Það ert þú sem átt þetta líf og þú skapar það með hugsunum þínum, orðum og gjörðum. Fyrir um það bil fimm þúsund árum voru stjörnurnar skoðaðar vandlega til þess að sjá hvað væri að gerast og enn í dag er það gagnlegt og gott að hafa afstöðu himintunglanna til hliðsjónar.

Það eina sem fer þér ekki er þegar þér finnst þú vera staðnaður, en það er þitt að brjótast út úr því og núna færðu tækifærið. Það á það jafnvel til að gerast að eitthvað breytist í kringum þig sem beinir þig aðrar leiðir og það á sérstaklega við núna. Það eina sem hentar ekki þinni orku og lífsstíl er þegar einhver annar setur þig í búr og segir þér fyrir verkum.

Þú eflir mátt þinn og hressir líkamann við, lítur vel út og hugsanir þínar verða skýrari. Þú finnur þér leiðir til þess að skoða þig andlega og hvernig þú eflir þig sjálfan. Þú lætur þig álit annarra ekki skipta þig öllu og það þýðir bara eitt; að þú sért að verða sterkari með hverjum deginum sem líður. Þú hefur í kringum þig sérstaka vernd og ef þú skoðar aftur síðustu ár þar sem þér hefur fundist þú í ómögulegri stöðu að allt gekk svo upp á endanum. Svo mundu það að það er ekkert sem þú ekki getur leyst.

Þegar þú ákveður þig, þá ertu eins og heill her og enginn getur stoppað hann. Fáðu lánað álit einhvers sem þú treystir til þess að hjálpa þér ef þú þarft. Útkoma þín er að það sem þú gefur frá þér og þegar þú leggur þig allann fram í það sem þú gerir mun það margfaldast. Einlægni þín er aðalvopnið og ef það hefur verið barátta í ástinni, þá er það ekki ást. Og ef þú ert að bíða eftir að einhver komi nær þér þarftu að vita að þú átt að hafa frumkvæðið. Hvað er það versta sem getur gerst í því að taka frumkvæðið? Ekkert.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda