Tvíburinn: Stökktu út og faðmaðu lífið

Elsku Tvíburinn minn,

það eru svo skemmtilegar, öðruvísi og frábærar hugmyndir sem þú færð. Þú skalt skoða það þegar þú færð hugmynd að gera eitthvað í henni áður en fimm mínútur líða. Ekki hugsa endilega hvernig þú ætlar að framkvæma, því þú færð öll þau verkfæri sem þú þarft, en bara ef þú byrjar.

Þú átt það til að engjast um í kvíða og áhyggjum, en það er yfirleitt bara í örstutta stund. Kvíði og áhyggjur fara bara beint út í ruslið og þá koma lausnirnar eins og af sjálfu sér. Því að lausnirnar hafa ekki pláss í heilanum þegar kvíðafjölskyldan býr þar inni.

Þú skalt gera eins lítið og þú getur af því að vera innandyra þegar góða veðrið er, heldur skaltu stökkva út og faðma bæði lífið og fólk eins mikið og mögulegt er.

Í þessu öllu saman ræktast þannig og reddast þetta sumar sem þú ert að fara í. Því þú ert með öll svörin á reiðum höndum eins og þú værir í þættinum „Viltu vinna milljón?“. Þú hendir í burtu tengingum við gamlar ástir og þá er búið að myndast pláss fyrir nýja ást. Það er nefnilega ekki pláss fyrir neitt annað en það sem þú átt skilið í hjartanu þínu. Þú átt svo innilega margt inni og átt svo sannarlega gott skilið. Svo núna skaltu berja þig á brjóst eins og órangútanapi og telja upp allt sem þú átt virkilega skilið. Það er vísindalega sannað að orka orðanna eyðist aldrei, svo það sem þú biður um kemur í einhverri mynd til þín og akkúrat á þeim tíma sem er bestur fyrir þig.

Vandamál sem hefur verið nærri hjarta þínu jafnvel varðandi einstakling nálægt þér og tengist veikindum, mun lagast fyrr en þú bjóst við og þú getur tekið gleði þína á ný.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda