Bogmaðurinn: Fleygðu öllu drama og leyfðu ástinni að skína

Elsku Bogmaðurinn minn,

tíminn líður eins og örskot og ég er ekki frá því að hann líði hraðar núna en áður fyrr. Og til þess að vera í jafnvægi skaltu ekki hugsa um það sem miður hefur farið í lífi þínu. Þó að það sé öðrum að kenna sem þú hefur farið í gegnum, þá gleymist það í tímanna rás. Þú átt alltaf þá vini sem eru sannir og þú missir ekkert þótt þú leikir þér við kunningja eða fólk sem þú kannast við.

Stoppaðu allt drama hjá þér og fleygðu því út um gluggann. Þú hefur ekki dramatískt eðli, en samt hafa ótrúlegustu og ólíklegustu hlutir farið með þér lífsveginn. Þér finnst þú getir þakkað fyrir bæði það góða og það erfiða. Við þetta finnur þú að hjarta þitt stækkar og stækkar. Það kemur líka auðmýkt yfir þig og þú sleppir egóinu. Það eru svo margir sem treysta á þig og þú átt svo sannarlega eftir að standa undir nafni sem sannur vinur.

Þú verður leiddur í það ferðalag að tengja saman annað fólk, það verður mikið af nýjum ástarsamböndum sem kvikna í kringum þig. En ef þú ert ekki kominn með maka inn í líf þitt, þá er þetta sumar ástarinnar. Þetta tengir líka það að sambönd sem ekki er hlúð að og virðing borin fyrir geta einnig á þessu tímabili brotnað. Ef þú hefur eitthvað svoleiðis á tilfinningunni þá skaltu gera eitthvað í málunum strax, ekki bíða. Það verða nóg af verkefnum og skemmtunum yfir sumartímann og einhverskonar samningar verða gerðir í vor. Það gæti alveg eins verið tengt vetrinum sem framundan er, svo mundu að fagna, því þegar þú fagnar hinu góða færðu meira af því.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda