Hrúturinn: Spennandi tímar og stöðuhækkanir í kortunum

Elsku Hrúturinn minn,

það hafa verið lagðar fyrir þig alls kyns hindranir og vesen, en þegar þú átt í hlut þá eflir það þig bara 200 falt. Þú gætir sært eða svekkt einhvern, alveg án þess að meina nokkuð, því þú vilt fá skýr og hrein svör. Þú horfist í augu við alla sem þú þarft að tækla og einhver á eftir að þurfa að viðurkenna fyrir þér að hann kom illa fram við þig og fór á bak við. Þú átt ekki að láta malla ofan í þig hvað þú átt að gera í þessu tilfelli, heldur finndu sjálfur hvaða leiðir eru bestar.

Það eru mörg uppgjör bæði búin að eiga sér stað eða munu merkja sig inn í maímánuði og þú skalt hugsa eins og sannur stríðsmaður; ég hætti ekki fyrr en ég fæ sigrað. Stundum máttu sýna aðeins meiri sanngirni og vera lipur í orðavali, það færir þér það að þú hefur fleiri stuðningsmenn. Þú átt eftir að þurfa bæta upp fyrir eitthvað í sambandi við manneskju sem hefur verið þér ofsalega góð. Vegna þeirra aðstæðna að þú hefur ekki lagað hlutina, gætirðu hafa lent í erfiðara Karma en þú bjóst við.

Þetta er mánuðurinn sem markar upphaf og er Hrúturinn fyrsta merkið í dýrahringnum og það sterkasta. Þú skalt ákveða með þér hvort þú ætlir að vera leiðtogi, vera sjálfstæður eða lipur undir umsjón annarra. Það verða stöðuhækkanir alveg sama hvar þú stendur í lífinu og þú færð peninga til þess að breyta því sem þú vilt breyta.

Allt sem tengist heilsufari, andlegu eða líkamlegu muntu fá einhver vopn upp í hendurnar eða hitta á rétta aðila, því það eru ekki allir að segja þér satt. Annars er þessi tími þegar líða tekur á maí og sumarið byrjar svo ótrúlega skemmtilegur fyrir þig. Þú lendir í ævintýrum sem þig hefði ekki dreymt fyrir og þú finnur út hvernig þú vilt hafa þitt draumalíf.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda