Það verður margt í gangi hjá stjörnumerkjunum í maímánuði miðað við nýjustu spá Siggu Kling. Með hækkandi sól verða oft nýjar vendingar í lífinu með tilheyrandi fjöri eða óláni. Steingeitin fer í einhvers konar fjármálabrask sem mun heppnast vel og gefa af sér. Ástin mun svífa yfir vötnum hjá sporðdrekanum ef hann ákveður að veita því athygli. Vogin verður á fullri ferð um allt og hætt við að sumarið verði búið áður en hún veit af. Hvað segir þitt stjörnumerki um þig?
Sigga Kling hefur rýnt í öll merkin og spá hennar fyrir komandi mánuð má lesa í heild sinni hér að neðan.
„Elsku Nautið mitt,
Þú skalt halda upp á og fagna afmælinu þínu og láta þá stund skipta þig máli. Því að á þessu tímabili eru eins og áramót hjá þér. Þá lýkur vissum kafla sem hefur að mörgu leyti ekki verið eins og þú vildir. Svo að nýtt flæði streymir til þín, hugrekki, framkvæmdaorka og mottóið verður: Það þarf að þora til að skora. “
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Tvíburinn minn,
Það eru mjög jákvæðar fréttir að berast þér, ekki bara ein, heldur fleiri. Það sem ég er að tala um kemur sterkt til þín eftir fyrstu vikuna í maí. Þá verður líf þitt einna líkast því og þegar beljunum er sleppt út á vorin; endalaust þakklæti fyrir það að fjötrarnir séu lausir. Það eina sem gæti hindrað þig á þessari vegferð er að þú vorkennir sjálfum þér, því þá nærðu ekki fluginu. Það eina sem ég persónulega man að mamma sagði mér þegar ég var að alast upp var: „Ekki vorkenna sjálfri þér, það er bráðdrepandi“. Þessi orð hafa orðið mér að svo miklu gagni þegar mér hefur fundist ég eiga svo ógurlega bágt.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Fiskurinn minn,
þú ert að fara inn í tímabil þar sem er fullur eldmóður. Hugsanir þínar eru á stjarnfræðilegum hraða og þú framkvæmir næstum því án þess að hugsa. Þetta gefur þér svo mikla von og ótrúlegustu hlutir byrja að hreyfast. Bara með þessari stórkostlegu hugsun sem vonin ber með sér. Þér á eftir að finnast gaman að hreyfa þig, fara út úr öllum þægindarömmum sem til eru og leyfa þér að geisla eins og sólin. Það er frjósemi og sköpunargleði í krafti þínum og þú verður ekkert vonsvikinn þótt þú tapir einhverjum orrustum, því þú munt vinna stríðið. Ef við líkjum þessari orku við eitthvað, þá er það eins og þú sért að tefla skák.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Ljónið mitt,
Þótt að það hafi brotnað af þér vængurinn vex bara annar í staðinn. Það verða mörg svör sem birtast þér í maí. Mikil hreinsun verður á huga og líkama og með því færðu nýja sýn á veröldina. Þú skalt ekki kenna neinum um stöðu þína, slepptu algjörlega tökum á því og lærðu nýjar aðferðir til þess að breyta og bæta þína líðan sjálfur.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Hrúturinn minn,
það hafa verið lagðar fyrir þig allskyns hindranir og vesen, en þegar þú átt í hlut þá eflir það þig bara 200 falt. Þú gætir sært eða svekkt einhvern, alveg án þess að meina nokkuð, því þú vilt fá skýr og hrein svör. Þú horfist í augu við alla sem þú þarft að tækla og einhver á eftir að þurfa að viðurkenna fyrir þér að hann kom illa fram við þig og fór á bak við. Þú átt ekki að láta malla ofan í þig hvað þú átt að gera í þessu tilfelli, heldur finndu sjálfur hvaða leiðir eru bestar.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Vogin mín,
þú verður í meira í sviðsljósinu en þú bjóst við. Það gerast þannig atburðir sem tengja þig þannig að þú verður hugfangin af nýju verkefni eða bara að prófa eitthvað allt öðruvísi og meira spennandi en áður. Það er undir þér komið að skreyta líf þitt og núna er verið að rétta þér tilkomumiklar skreytingar sem þú getur nýtt þér til að hafa gaman.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Steingeitin mín,
Þú tekur að þér verkefni og ferð í baráttur sem þú ert ekki alveg 100% viss um að þú viljir. Það verður allskonar hneyksli og drama í kringum þig, en mundu að taka það ráð að vera alveg pollróleg og blanda þér ekki inn í nokkurn skapaðan hlut. Ef einhver kemur til þín og klagar einhverja manneskju fyrir að hafa sagt særandi hluti, skoðaðu þá hvort sú persónu sé virkilega vinur. Því við eigum ekki að vera boðberar illra tíðinda. Þér verða annaðhvort gefnir peningar eða þú átt von á þeim, það verður einhvers konar brask í kringum þig sem mun heppnast vel.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Krabbinn minn,
Það eru þó nokkrir sem skreyta þetta merki sem finna ekki kraftinn til að ferðast eða að gera eitthvað skemmtilegt, ekki einu sinni í huganum. Ef það ert þú, þá ertu í fjötrum sem þú hefur sjálfur spunnið þig í vegna aðstæðna eða út af öðru fólki. Það er allt hægt, en ekkert gerist ef þú leyfir þessu að halda svona áfram og breytir engu. Engill ástarinnar er að skjóta örvum til þín, en þú þarft bara að átta þig eða að líta til allra átta, því að lífið er að velja þig, svo taktu í höndina á því.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Sporðdrekinn minn,
Í vinnu gætu verið uppsagnir eða breytingar í kortunum. Í félagslífi eða hjá vinum gætu verið átök og að ekki séu allir sammála í fjölskyldunni. Það er aldrei ofsagt að stundum er betra að þegja en að segja, þótt að þú vitir upp á hár hvernig á að tækla flestallt. Svo slepptu því algjörlega að búa til einhver leikrit í kringum ástina eða þann frama sem þig langar að fá. Orðið frami er þó svo víðtækt orð sem táknar aldrei það sama hjá neinum.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Bogmaðurinn minn,
tíminn líður eins og örskot og ég er ekki frá því að hann líði hraðar núna en áður fyrr. Og til þess að vera í jafnvægi skaltu ekki hugsa um það sem miður hefur farið í lífi þínu. þó að það sé öðrum að kenna sem þú hefur farið í gegnum, þá gleymist það í tímanna rás. Þú átt alltaf þá vini sem eru sannir og þú missir ekkert þótt þú leikir þér við kunningja eða fólk sem þú kannast við.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Meyjan mín,
Það er eitt sem einkennir þig svo sterkt að það er fátt sem stoppar þig þegar þú skundar af stað. Þú hefur litríka sköpunarhæfileika, þó það sé ekki endilega að mála mynd eða að prjóna peysu. Þú hefur sérstakan fatastíl og líður ekkert ofboðslega vel ef þú ert bara ekki elegant.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.
„Elsku Vatnsberinn minn,
þó að orkan þín sé reyndar undir regnboganum og þú getir fengið hvað sem þú vilt, þá er mjög margt sem er að gera þig alveg brjálaðan þessa dagana. Hugurinn þinn er eins hraður og hraðasta internet og allir eru að segja hvað þú eigir að gera, hvaða stefnu þú eigir að velja, í hvaða fötum þú eigir að vera og svo framvegis.“
Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa spánna í heild sinni.