Elsku Vatnsberinn minn,
þó að orkan þín sé reyndar undir regnboganum og þú getir fengið hvað sem þú vilt, þá er mjög margt sem er að gera þig alveg brjálaðann þessa dagana. Hugurinn þinn er eins hraður og hraðasta internet og allir eru að segja hvað þú eigir að gera, hvaða stefnu þú eigir að velja, í hvaða fötum þú eigir að vera og svo framvegis.
Þú ert samt sem áður staddur undir regnboganum og lífið er þér hliðhollt, því internetið er frosið í augnablikinu. Notaðu þetta til þess að slaka á, að sjá það sem þú hefur og að kunna að meta það betur heldur en þú hefur gert hingað til. Segðu fyrirgefðu við þá sem eiga það skilið, þó þú eigir ekki svo auðvelt með það. Flestir Vatnsberar hafa haft vit því að raða í kringum sig persónum sem eru gullmolar, en núna ertu ekki alveg viss hverjum þú átt að treysta.
Róaðu hugann niður, gerðu ekki neitt, taktu símann af og slökktu á sjónvarpinu. Kveiktu á kerti, því að þegar friðurinn kemur mun hann heimsækja þig nákvæmlega þá og lífið mun gefa þér svör. Það er líka gott fyrir þig að hafa það mottó að þegar þú vaknar á morgnana segirðu stundarhátt: „lífið mun leysa þennan dag“ og þú átt eftir að skynja hversu ótrúleg breyting verður á öllu.
Settu það líka inn í drifið á lífstölvunni þinni að allir hlutir gerist á réttum tíma og þú verður fullkomlega ánægður. Þetta er þér allt til blessunar, eflir þig og styrkir og gerir þig að betri og stærri persónu.
Knús og kossar,
Sigga Kling.