Meyjan: Þú ert veislustjórinn í lífinu

Elsku Meyjan mín,

þú ert á tímabili þar sem þú ert að plana sumarið. Sumt muntu hætta við og annað kemur þá í staðinn. Það verður mikið að gerast í kringum þig, svo gríptu bara það flæði. Ekki vorkenna þér eina krónu, því þá verðurðu döpur. Þú getur glaðst yfir mörgu, því þú færð miklar og stórar gjafir á þessu tímabili. Þú verður að muna að meta þig ekki lágt því þá getur heimurinn ekki hækkað þitt verðgildi. Þetta er allt spurning um að þú vitir hversu klár og afgerandi skemmtileg persóna þú ert.

Það er alveg sama hvað hefur gerst fyrir þig í fortíðinni, slepptu þeim atburðum alveg og orka frelsis mun svífa yfir þér. Ekki pína þig áfram í einhverju sem þér þykir leiðinlegt, því það mun ekki gefa þér neitt. Þú getur breytt því sem þú hefur ákveðið að læra ef þér finnst það ekki henta þér. Þú getur einnig skoðað að þegar líða tekur á þetta ár verða miklir möguleikar á starfsframa. En það verður alls ekki ef þú hangir í því sem dregur þig niður.

Það verður gleði í sambandi við húsnæði, breytingar á því eða nýja búsetu þegar líða tekur á þetta ár. Hjá þeim sem eru á lausu og eru leitandi, þá mun útgeislunin eflast og þú sérð betur hvaða gyðja eða goð fær þann heiður að fá að vera þér við hlið.

Þetta verður partísumar, lífið er reyndar eitt stórt partí og þú ert að sjálfsögðu veislustjórinn. Það verður mikið gleði í sambandi við börn eða barnsfæðingar, en erfiðar hugsanir þjóta líka í gegnum huga þinn vegna veikinda í fjölskyldu eða hjá nánum vinum. Í sambandi við það skaltu bara gera þitt besta, eða kannski aðeins betur en það ef þarf. Því að þú getur átt það til að hafa mikinn móral ef þú ert ekki að hugsa um það fólk sem er í kringum þig, en gleðin verður öllu yfirsterkari.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda