Steingeitin: Í þér býr bæði hershöfðingi og leiðtogi

Elsku Steingeitn mín, 

það hafa skipst á skin og skúrir í lífi þínu undanfarið, en það sem þú hefur fram yfir aðra er að það sér enginn á þér hvernig þér líður. Meðvirkni hefur líka gripið í þig, sem bara fer þér alls ekki. Í þér býr bæði hershöfðingi og leiðtogi og þess vegna þarft þú að finna út úr því hvernig þú ætlar að skipuleggja þig og hvaða orð þú ætlar að nota til að koma þér á flug.

Þú þarft að vanda þig og ef þú ert í viðræðum sem skipta þig miklu máli skaltu nota stikkorð og passa upp á það að engin orð eða ekkert getir verið notað gegn þér. Þú leiðréttir peningamálin þín og sérð fram á það að þú getir leyft þér ýmislegt. Á yfirborðinu virðist þú vera frekar alvörugefin en það býr í þér viss ró. Fólk dregst að þér eins og flugur að mykjuskán vegna þess að þú ert svo aðlaðandi. Frami er þér mjög mikilvægur og þú átt eftir að koma þér í ábyrgðarstöðu og þó að einhver segi nei við þig, taktu því ekki sem úrslitasvari.

Það er þér í blóð borið að vilja að hafa gæði í hlutunum sem þú hefur umhverfis þig, frekar en magn. Þú nýtur trausts úr öllum áttum og átt því ekki að láta eina eða tvær manneskjur að hafa áhrif á þig, því þær skipta engu máli.

Láttu ekki egóið verða þér til trafala, því auðmýkt er alltaf meira heillandi. Fyrir þá sem eru að spá í ástamálin, þá gæti eitthvað verið búið að gerast, eða er að koma. En slepptu öllu leikriti, settu það bara í huga þinn að þessi persóna sé vinur þinn eða vinkona, þá hagarðu þér og hugsar öðruvísi. Þetta verður merkilegt sumar og þú verður meiriháttar ánægð.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda