Tvíburarnir: Þú ert ekki aukaleikari

Elsku Tvíburinn minn,

þú hefur verið í stöðugum rússíbana tilfinninga. Þú veist stundum ekki hvort þú sért að koma eða fara, eða hvað þú átt að einblína mest. Þú ert í því merki sem mátt búast við að lífið verði dans á rósum. Þessi breyting byrjar að sýna sig þann þriðja júní þegar Júpíter fer í svo góða afstöðu gagnvart þér og gefur þér þau spil á höndina sem þig vantar til að sigra leikinn. Lífið er nefnilega bara leikrit og þú ert með aðalhlutverkið í þínu lífi, því aukahlutverk eru ekki eða munu vera fyrir þig.

Ekkert vera að rembast við það að finna hamingjuna, því hún er við hliðina á þér og hún heyrir í þér. Slakaðu á líkamanum þínum og það væri ekki vitlaust fyrir þig að gera  öndunaræfingar. Því að þá finnur þú hvernig þú hefur vald til þess að ná þeirri ró sem þig stundum vantar. Ef þú ert sá einstaklingur sem elskar ástina þá eru mýmörg tækifæri fyrir þig, sérstaklega fyrir konur í þessu merki. Ef að miklir erfiðleikar eru í því sambandi sem þú nú þegar ert í, þá þarftu að spyrja sjálfan þig: vil ég þetta samband svona, er þetta að henta mínu lífi? Og taka svo sterka ákvörðun, því flæðið er með þér.

Það er nefnilega þannig að ef þú veist ekki hvert þú ætlar í lífinu, hvernig veistu þá hvernig þú ætlar að komast þangað?

Þú ert að byrja besta tímann þinn á árinu og í kringum þann 29. júní muntu geta hrópað húrra fyrir svo mörgu sem er að koma þinn veg. Þú skalt nota það tímabil til þess að skrifa niður hvað þú vilt að birtist þér, því þú ert beintengdur við alheiminn og allar plánetur hans. Sterkasta setningin sem er send til þín er: Þú ert elskaður.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda