Ljónið: Þú hefur níu líf

Elsku Ljónið mitt,

þú ert að fara inn í tíma sem þú hefðir vart trúað að myndi koma til þín. Júlí, ágúst og september eru leiðandi mánuðir fyrir framtíð þína. Þú átt eftir að nálgast tilveruna með samúð, manngæsku og ást. Þetta er líka vegna þess að það er eina leiðin sem er fær fyrir þig, því annars lendirðu í stormi og stórsjó.

Þú ert í raun og veru bara stór kettlingur sem heillar alla ef þú heldur rétt á loppunum.  Þú þarft að sannfæra þá sem pirra þig að þú sért að fara áfram í lífinu með góðar áætlanir. Það er líka mikilvægt að þú sýnir auðmýkt þeim sem þér finnst að standi í vegi þínum. Það elska allir kettlinga, svo hagaðu þér stundum eins og slíkur. 

Þú þarft að fórna einhverju fyrir fjölskyldu þína og í raun er ég í raun alveg á móti þeirri setningu að maður láti fyrst súrefnið á aðra áður en maður lætur það á sjálfan sig. Því að þegar þú lætur þig skilja að það að hleypa öðrum fram fyrir þig í röðina þótt þú þurfir þess ekki, þá verða vandamálin þín að mestu að baki.

Þessi ótrúlega spennandi tími sem þú ert að fara inn í færir þér gott gengi bæði í ástum og kærleika og þú veist það að það er algjör staðreynd að kettir hafa níu líf.  Þú átt eftir að koma svo mörgum á óvart, leysa flækjur og aðstoða aðra, þó þú þurfir þess ekki. Þú verður sterkari með hverjum andardrætti í þessari tilveru.  Þú ert skemmtilegur og heillandi og reynir alltaf að standa við allar skuldbindingar, en innst inni viltu frekar að skemmta þér með vinunum. Þú þarft að vinna skapandi störf annnars hundleiðist þér, annað hæfir ekki kattardýri eins og þér.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda