Sporðdrekinn: Stöðuhækkun er handan við hornið

Elsku Sporðdrekinn minn,

þessi mánuður sem þú ert að fara inn í gefur þér það að þú átt eftir að sættast eða að leitast sátta við þá sem hafa verið í kringum þig. Hvort sem þeir eiga það skilið eður ei. Það er eins og reiðin gufi upp gagnvart þeim sem hafa sett stein í þinn veg. Líka ef þú hefur verið ósanngjarn, sem getur komið fyrir. Þú lætur of oft utanaðkomandi áhrif ná þér, en það er alveg skýrt að lífið er inni í hjarta þínu og allt annað er þér í raun óviðkomandi. Þú ræður og velur hvaða tilfinningar þú vilt hafa.

Það gæti svo vel verið að þú værir að hugsa um flutninga. Ígrundaðu samt vel hvar þú vilt í raun og veru vera og hvaða staður er í bestur fyrir andann þinn. Viss þreyta gæti verið í ástarsamböndum og þá er rétt leið að hugsa: „Afhverju varðstu ástfanginn af þessari manneskju“? Þegar þú svarar því þá geturðu náð í þær tilfinningar tilbaka. Þú gætir orðið svo hrifnæmur á þessu tímabili að þú gætir haldið að þú værir ástfanginn af einhverjum vitleysingi sem passar alls ekki inn í þína formúlu. Þetta á bæði við um þá sem eru á lausu eins og þá sem eru í sambandi. Þú þarft að vita hver réttur þinn er í margvíslegum og þú þarft að tékka á því sjálfur.

Þessi kröftugi tími sem þú ert að fara inn í veltur á því að þú sért þolinmóður. Þín stærsta lexía í lífinu snýst alfarið um ástina og þegar þú lærir að þekkja skilyrðislausa ást. Þá ertu kominn heim. Þessi tími færir þér að þú munt njóta lystisemda lífsins og þeirrar uppskeru sem þú hefur allt þitt líf sáð fyrir.  Þótt að þú sért pirraður yfir þeim verkefnum eða vinnu sem þú ert að vinna þessa stundina er það alveg sama, því það bíður stöðuhækkun þér til handa á þessu ári.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda