Steingeitin: Þú framkvæmir á ljóshraða

Elsku Stein­geit­in mín,

það hef­ur verið alla­vega spenna í kring­um þig og orð sem teng­ist orðinu spenna er kvíði. Það er svo magnað hvað manni get­ur kviðið fyr­ir ein­hverju sem á eft­ir að ger­ast, en alltaf hef­ur þetta bjarg­ast hjá þér ein­hvern veg­inn. Þú vilt vera slök og kæru­laus, en þessi tími sem þú ert að fara inn í gef­ur þér miklu betri út­komu en augað sér. Fullt tungl er þann þrett­ánda júlí og það er þitt, tungl Stein­geit­ar­inn­ar. Innifalið í þess­ari orku er að samn­ing­ar munu tak­ast og kraft­ur­inn efl­ist í kring­um hús­næði eða vinnu. Ef að breyt­ing­ar eru í stöðunni verða þær þér til lukku, þó þú sjá­ir það ekki núna.

Þú verður að vita það að þér er gefið leyfi til þess að hætta því sem þér finnst öm­ur­legt eða leiðin­legt og ger­ir ekk­ert fyr­ir þig. Þetta má tengja við vinnu, skóla eða við ást­ina. Ef þér finnst að ork­an hafi verið erfið á þess­um til­finn­inga­sviðum, þá skaltu end­ur­skoða hlut­ina, taka ákvörðun og stíga fyrsta skrefið til þess að hlut­ur­inn breyt­ist.

Þegar líða tek­ur á þenn­an mánuð er eins og það sé eld­flaug í botn­in­um á þér. Þú hugs­ar með ljós­hraða og fram­kvæm­ir á ljós­hraða. Þótt að þér hafi fund­ist þú haf­ir ekki orku til þess að setja ann­an fót­inn fram fyr­ir hinn er það bara vegna þess að það er deyfð yfir orku­stöðvun­um þínum. Þetta er vegna þess að þú hef­ur verið að senda þeim stöðvum skila­boð um að þú sért þreytt. Ef þetta er ekki að hamla þér, þá ertu í þeim gír sem Al­mættið hjálp­ar þér með.

Það hafa svo stórfurðuleg­ir hlut­ir verið að ger­ast í kring­um þig og í Al­heim­in­um, en það sem þú þarft að vita er að þú get­ur hvort eð er ekki breytt neinu í þessu sam­bandi. Þá er mik­il­vægt að þú þjálf­ir með þér þá hæfni að sjá bara það sem gleður þig. Skila­boðin sterku til þín elsku Stein­geit­in mín eru að þú þarft bara að leita og þá muntu finna.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda