Steingeitin: Þú framkvæmir á ljóshraða

Elsku Steingeitin mín,

það hefur verið allavega spenna í kringum þig og orð sem tengist orðinu spenna er kvíði. Það er svo magnað hvað manni getur kviðið fyrir einhverju sem á eftir að gerast, en alltaf hefur þetta bjargast hjá þér einhvern veginn. Þú vilt vera slök og kærulaus, en þessi tími sem þú ert að fara inn í gefur þér miklu betri útkomu en augað sér. Fullt tungl er þann þrettánda júlí og það er þitt, tungl Steingeitarinnar. Innifalið í þessari orku er að samningar munu takast og krafturinn eflist í kringum húsnæði eða vinnu. Ef að breytingar eru í stöðunni verða þær þér til lukku, þó þú sjáir það ekki núna.

Þú verður að vita það að þér er gefið leyfi til þess að hætta því sem þér finnst ömurlegt eða leiðinlegt og gerir ekkert fyrir þig. Þetta má tengja við vinnu, skóla eða við ástina. Ef þér finnst að orkan hafi verið erfið á þessum tilfinningasviðum, þá skaltu endurskoða hlutina, taka ákvörðun og stíga fyrsta skrefið til þess að hluturinn breytist.

Þegar líða tekur á þennan mánuð er eins og það sé eldflaug í botninum á þér. Þú hugsar með ljóshraða og framkvæmir á ljóshraða. Þótt að þér hafi fundist þú hafir ekki orku til þess að setja annan fótinn fram fyrir hinn er það bara vegna þess að það er deyfð yfir orkustöðvunum þínum. Þetta er vegna þess að þú hefur verið að senda þeim stöðvum skilaboð um að þú sért þreytt. Ef þetta er ekki að hamla þér, þá ertu í þeim gír sem Almættið hjálpar þér með.

Það hafa svo stórfurðulegir hlutir verið að gerast í kringum þig og í Alheiminum, en það sem þú þarft að vita er að þú getur hvort eð er ekki breytt neinu í þessu sambandi. Þá er mikilvægt að þú þjálfir með þér þá hæfni að sjá bara það sem gleður þig. Skilaboðin sterku til þín elsku Steingeitin mín eru að þú þarft bara að leita og þá muntu finna.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda