Vatnsberinn: Það eru ástarlogar allt í kringum þig

Elsku Vatnsberinn minn,

þú ert svo tilfinningaríkur og með svo marga kosti að það er eins og þú sért tengdur við rafmagn. Þú ert búinn að ofhugsa allt of mikið. Hugur þinn hefur verið á 360 kílómetra hraða og það er há sekt við því í tilfinningaríki þínu ef þú ferð ekki að róa hugann og nota allt sem þú getur til þess. Það hefur verið sá tími núna að þú hafir gefið meira en þú átt og þar af leiðandi tæmt kraftinn þinn. En Karma sér um sína, svo um leið og þú sleppir tökunum færðu endurgoldið þá góðsemi sem þú hefur sýnt öðrum.

Sumarið verður einfaldara og friðsamara en þú bjóst við og það er nákvæmlega það sem þú þarft. Þú ferð að skoða óvenjulega að skipta um liti, hvort sem það er í klæðnaði eða þar sem þú býrð. Það er margt sem þú ert kominn með hundleið á og taktu eftir því ef einhver persóna, hlutir í kringum eða eitthvað af fötunum þínum fer í taugarnar á þér aftur og aftur. Því þá eru það bara hrein skilaboð: Út með þetta. 

Í þessu zóni sem þú ert í kynnist þú manneskju sem kennir þér svo óskaplega margt. Ég veit ekki hvort hún hafi komið áður eða hún sé komin, en henni fylgir fleira fólk og þetta er kraftur sem er gefandi og hjálpar þér að nærast í hjarta og huga. Þó að þú fáir góð ráð hjá þeim sem þú heldur að séu svo merkilegir, þá skaltu spá mikið í það og fara frekar eftir þinni innstu sannfæringu.

Þú ert beintengdur við sannleikann, svo að þú munt fá að vita svo miklu meira um hvað er rétt og hvað er rangt. Það eru ástarlogar allt í kringum þig, svo ef þú hefur áhuga þá gerist meira en þú býst við.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda