Vogin: Næstu fimm mánuðir munu breyta lífinu

Elsku Vog­in mín,

það er sér­stök vernd­ar­hendi yfir þér. Al­veg sama hvaða aðstæður verða, þá bjarg­ast allt á síðustu stundu. Þetta get­ur að sjálf­sögðu valdið þér stressi, en þegar að stress heils­ar upp á mann hugs­ar maður bara hraðar og viðbrögðin verða sneggri. Al­veg eins og ef að ís­björn væri að elta þig þá birt­ist of­urkraft­ur í þínum lík­ama og huga. En þetta ger­ist yf­ir­leitt bara þegar stressið heim­sæk­ir okk­ur, svo þakkaðu fyr­ir það elsk­an mín. Næstu fimm mánuðir hjá þér breyta lífi þínu þannig að þú verður miklu sterk­ari vegna þess að þú ert að fara í gegn­um tíma­bil sem sýn­ir þér hversu ógur­lega sterk þú ert. Það er samt hætta á því að þú get­ir verið of fljót­fær og þá sér­stak­lega með orðin þín og þá við þá sem standa þér næst. Svo bíttu bara í tung­una á þér og teldu upp á tíu. Ástæðan fyr­ir þessu er að það er svo há spenna í hug­an­um þínum, en hún á líka eft­ir að skapa það að þú fram­kvæm­ir miklu meira en þú hef­ur verið að gera síðustu miss­er­in. Þetta tíma­bil er skrifað í ský­in og sýn­ir þér að þú ert of­ur­hetja.

Til­finn­ing­ar þínar verða á háu nót­un­um, svo að þú þarft að leita eins mik­ils jafn­væg­is og þú get­ur og þegar þú ert að gera hluti þar sem þú gleym­ir al­veg tím­an­um, þá er verið að segja við þig að það er ná­kvæm­lega þetta sem þú átt að þú vera að gera.

Þú átt eft­ir að taka áhættu og jafn­vel mikla áhættu. Það verða ekki all­ir sam­mála þér en þú veist ná­kvæm­lega hvað þú ert að gera því þú hef­ur skoðað vand­lega hver út­kom­an get­ur orðið. Þessi tími verður hrein­lega veislu­borð handa þér og þú átt ekki að draga úr hraðanum eða að beisla sjálfa þig á nokk­urn hátt.  Þessi hríf­andi karakt­er sem er full­ur af lífi og fjöri á eft­ir að njóta þess alls sem lífið hef­ur upp á að bjóða.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda