Vogin: Það gerist eitthvað stórkostlegt eftir 60 daga

Elsku Vogin mín,

það er annaðhvort allt eða ekkert að frétta, logn eða stormur því sterki karakterinn þinn leyfir ekki annað. Þú ert að díla við svo margt sem er alveg beintengt þér, annaðhvort í tengslum við vinnu, fjölskyldu eða vini. Einnig ertu að leita að svörum, því óréttlæti fléttast hér inn í orkuna þína.

Þú átt erfitt með að taka ákvörðun eða ákvarðanir því þér finnst þú verðir að vera viss. Þú segir alltaf að það sé allt gott að frétta og það er allavega góð mantra. Líka það að trúa því að lífið leysir þetta fyrir þig, svo slakaðu bara á meðan lífið gerir það.

Þínar svartsýnishugsanir ganga ekki eftir, því eina leiðin til þess að fara í gegnum erfiða hluti er að halda áfram. Og þá veistu það og það verður þér til hagsbóta, þó svo að breytingar verði.  Ef þú gerir ekkert í fljótfærni, heldur að vel athuguðu máli, þá ertu á réttri siglingu. Ef þér finnst þú hafir gert eitthvað á hlut annarra með orðum þínum eða athöfnum, taktu þá alla þá ljúfmennsku sem þú átt til og sáldraðu yfir það.

Innan sextíu daga eða fyrr kemur líf þitt betur út en þú hafðir nokkurntímann búist við. Sannleikurinn mun koma í ljós og þú munt horfast í augu við hann og peningar streyma til þín svo þú getir gengið frá því sem þú þarft. Afstaða 

þín gagnvart fólki sem er nálægt þér verður skýr, hvort sem það tengist því sem þú ert að gera eða ástinni. Það er mikil vinna framundan þegar hausta tekur. Þú endurlífgar líka orku úr fortíðinni því þú sérð í henni að þegar þér gekk sem best hvað þú varst að gera. Svo þú sækir þá tilfinningu og orku aftur og þó þú verðir stundum þreytt, þá verðurðu sátt því þú sérð þú ert að gera rétta hluti – það verða margir í Voginni sem munu skilja þetta.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda