Ljónið: Ekki binda þig í vonlausu sambandi

Elsku Ljónið mitt,

það hef­ur verið mik­ill titr­ing­ur í kring­um þig. Annaðhvort hef­urðu verið á fullu eða allt verið eins og frosið í kring­um þig. Þú þarft að vita það að á þess­um tíma sem þú ert að ganga inn í eru skila­boðin til þín þau að þú mátt ekki skrifa und­ir neitt nema að vel íhuguðu máli.

Alls ekki senda nein skila­boð eða tölvu­pósta sem eru þannig skrifaðir að þú mynd­ir ekki vilja sjá ef þau birt­ust á forsíðunni á Morg­un­blaðinu. Það er eins og að all­ir séu svo­lítið að fylgj­ast með þér og þú þarft að standa upp­rétt­ur, fal­leg­ur og með góðsem­ina allt í kring­um þig. Því að ef maður dæm­ir ein­hvern mann þá end­ar það bara með því að þú sjálf­ur eða ein­hver í fjöl­skyld­unni verður dæmd­ur eða lend­ir í erfiðleik­um eða mis­tök­um sem þú hefðir ekki trúað.

Þessi tími bygg­ist á auðmýkt og því að trúa á sjálf­an sig og alla aðra hvar svo sem þeir eru stadd­ir í líf­inu. All­ar ákv­arðanir eru best tekn­ar með það í huga að það gagn­ist öðrum mann­eskj­um, þá mun það lyfta þér upp á hæstu hæðir. Ef skapið hleyp­ur með þig í gön­ur, þá er mik­il­vægt fyr­ir þig að kunna að róa þig niður á nokkr­um sek­únd­um. Það er góð æf­ing fyr­ir þig að segja: „Ég er ró­leg­ur, ég er dug­leg­ur og ég er góður“.  Því að þannig efl­irðu mátt þinn og meg­in og al­veg sama á hvaða kross­göt­um þú ert muntu finna í hjarta þínu hvert þú átt að fara.

Ekki binda þig í neinu sam­bandi sem hef­ur byrjað illa eða hef­ur komið þér í ógöng­ur. Nú er ég bæði að tala um ást, vináttu og fjöl­skyldu­bönd. Lærðu að meta það sem þú hef­ur og settu huga þinn á þá hluti sem skipta máli. Þá finn­urðu friðinn sem þú leit­ar að, jafn­vægið og fólk úr ótrú­leg­ustu átt­um mun hjálpa þér ef þig vant­ar.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda