Steingeitin: Þú hefur djúpan skilning

Elsku Steingeitn mín,

í þessu lífi er það þannig að þú getur lent aftur og aftur í svipaðri vitleysu. Veðjað rangt á ástina, treysta ekki að þú haldir vinnunni eða farið alltaf á sama barinn. Og lífið verður eins og endursýnt efni á rúv og þú getur látið hræðslu segja þér fyrir verkum. Það einkennir þig að það sem þú ert virkilega góður í og finnst spennandi mun færa þér fyrstu verðlaun og þá flottustu bikara sem þú hefur séð. 

Þú átt það til að þegar þér finnst þú hafa klessukeyrt á staur, sem er að sjálfsögðu myndlíking, þá heldurðu þig til hlés og lætur helst engan sjá þig eða heyra. Í þessu merki raðast upp þvílíkt mikið af máttugu fólki og þegar þú mínusar hræðsluna þína út þá áttu sviðið.

Það er svo einkennilegt að uppeldi þitt hefur svo mikið vægi í lífinu þínu því þú vilt gera allt svo hárrétt. En í þér býr líka hinn villti kraftur sem er eins og sterkasti stormur sem feykir öllu um koll.

Ef þér finnst að eitthvað af þessu eigi við þig þá vil ég segja þér að þú ert með svo sterk spil á hendi. Þú hefur þann kraft eða vald til þess að sannfæra fólk til þess að fylgja þér eða að hjálpa þér að byggja þá höll sem þér sæmir. Því að þú ert leiðtogi og átt að leiða fólkið þitt fram til sigurs, í því er sigur þinn fólginn.

Það eru svo margar gamlar sálir í þessu merki og þær sálir þurfa ekki mikla athygli. En það þýðir líka að þú munt ekki grobba þig af þeim verkum sem þú átt eftir að gera. Þú munt bæði hjálpa öðrum með peningum, ef þú átt þá, eða ráðleggingum sem geta breytt lífi annarra.

Þú hefur svo djúpan skilning á flestöllum í kringum þig. Í þér býr spámaður svo það er mjög algengt að það komi þér ekki á óvart sem gerist í kringum þig. Ef þig langar virkilega í félaga skaltu gefa þeirri persónu sem sýnir þér mesta athygli fleiri tækifæri. Þú átt ekki að vera veiðimaðurinn til þess að fanga einhverja ást sem sýnir þér engan áhuga.

Þú ert sú týpa sem hefur þann hæfileika til þess að bjarga þér sama á hvað brestur. Svo ef þú ert ekki nú þegar búinn að ná þér í félaga skaltu spyrja sjálfa þig þeirrar spurningar hvort þú sért tilbúinn. Það mun strax koma annaðhvort já eða nei og þetta á líka við um fleiri hluti, eiginlega allt. Spurðu Alheimsorkuna „á ég að gera þetta eða hitt“? Og svarið kemur strax, annaðhvort já eða kannski nei.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda