Steingeitin: Þú hefur djúpan skilning

Elsku Stein­geitn mín,

í þessu lífi er það þannig að þú get­ur lent aft­ur og aft­ur í svipaðri vit­leysu. Veðjað rangt á ást­ina, treysta ekki að þú hald­ir vinn­unni eða farið alltaf á sama bar­inn. Og lífið verður eins og end­ur­sýnt efni á rúv og þú get­ur látið hræðslu segja þér fyr­ir verk­um. Það ein­kenn­ir þig að það sem þú ert virki­lega góður í og finnst spenn­andi mun færa þér fyrstu verðlaun og þá flott­ustu bik­ara sem þú hef­ur séð. 

Þú átt það til að þegar þér finnst þú hafa klessu­keyrt á staur, sem er að sjálf­sögðu mynd­lík­ing, þá held­urðu þig til hlés og læt­ur helst eng­an sjá þig eða heyra. Í þessu merki raðast upp því­líkt mikið af mátt­ugu fólki og þegar þú mínus­ar hræðsluna þína út þá áttu sviðið.

Það er svo ein­kenni­legt að upp­eldi þitt hef­ur svo mikið vægi í líf­inu þínu því þú vilt gera allt svo hár­rétt. En í þér býr líka hinn villti kraft­ur sem er eins og sterk­asti storm­ur sem feyk­ir öllu um koll.

Ef þér finnst að eitt­hvað af þessu eigi við þig þá vil ég segja þér að þú ert með svo sterk spil á hendi. Þú hef­ur þann kraft eða vald til þess að sann­færa fólk til þess að fylgja þér eða að hjálpa þér að byggja þá höll sem þér sæm­ir. Því að þú ert leiðtogi og átt að leiða fólkið þitt fram til sig­urs, í því er sig­ur þinn fólg­inn.

Það eru svo marg­ar gaml­ar sál­ir í þessu merki og þær sál­ir þurfa ekki mikla at­hygli. En það þýðir líka að þú munt ekki grobba þig af þeim verk­um sem þú átt eft­ir að gera. Þú munt bæði hjálpa öðrum með pen­ing­um, ef þú átt þá, eða ráðlegg­ing­um sem geta breytt lífi annarra.

Þú hef­ur svo djúp­an skiln­ing á flest­öll­um í kring­um þig. Í þér býr spá­maður svo það er mjög al­gengt að það komi þér ekki á óvart sem ger­ist í kring­um þig. Ef þig lang­ar virki­lega í fé­laga skaltu gefa þeirri per­sónu sem sýn­ir þér mesta at­hygli fleiri tæki­færi. Þú átt ekki að vera veiðimaður­inn til þess að fanga ein­hverja ást sem sýn­ir þér eng­an áhuga.

Þú ert sú týpa sem hef­ur þann hæfi­leika til þess að bjarga þér sama á hvað brest­ur. Svo ef þú ert ekki nú þegar bú­inn að ná þér í fé­laga skaltu spyrja sjálfa þig þeirr­ar spurn­ing­ar hvort þú sért til­bú­inn. Það mun strax koma annaðhvort já eða nei og þetta á líka við um fleiri hluti, eig­in­lega allt. Spurðu Al­heimsork­una „á ég að gera þetta eða hitt“? Og svarið kem­ur strax, annaðhvort já eða kannski nei.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda