Vogin: Þú ert á rússíbanatímabili

Elsku Vog­in mín,

lífið þitt er líkt og jafn­vægisafl vog­ar­inn­ar. Stund­um er allt eins full­komið og þú vilt, en svo allt í einu kem­ur eitt­hvað annað í ljós. Og þó að það detti í þig kvíði og stress þá mun vera svo stutt­ur tími þangað til vog­araflið breyt­ist, ég vil segja and­ar­tak.

Þú ert á rúss­íbana­tíma­bili, þetta er svipað og þú þurf­ir að keyra bíl á 160 km hraða og hafa fókus­inn í 100% lagi og að sjálf­sögðu máttu ekki dotta í augna­blik. Næmi þín eykst, hún hrein­lega tvö­fald­ast. Draum­arn­ir þínir verða skýr­ir og það er eins og þú sjá­ir með hnakk­an­um. Í þessu öllu op­in­ber­ast það rétt­læti sem þú átt skilið og hvernig þú ger­ir krók á móti bragði og þú kem­ur fyrst í mark á lúx­us­bíln­um.

Þú átt eft­ir að fagna sigri, en samt muntu ekki láta marga vita, eða jafn­vel eng­an hvernig þú fórst að þessu. Það eru  óskilj­an­leg óhöpp að ger­ast í kring­um þig, eins og glas að splundr­ast, vatn flæðir, bíll­inn eða sím­inn bil­ar. En í öll­um þess­um sér­kenni­legu aðstæðum er bara verið að reyna að senda þér skila­boð, svo taktu vel eft­ir. Ekki láta þetta fara í taug­arn­ar á þér, því þá byrj­ar bara meiri hringiða trufl­ana og sér­kenni­legra óhappa.

Þú hef­ur styrk Fön­ix­ins, en þú not­fær­ir þér hann samt alls ekki eins og þú gæt­ir. Þú hef­ur kraft til þess að rífa niður múra, end­ur­skipu­leggja vinnu þína og að lag­færa það brotna sem gæti tengst yfir í ástar­sam­band. Ef þú ert leið í þínu sam­bandi þá skaltu af öllu hjarta gera sam­bandið ham­ingju­samt. Það verður mik­il vinna, en ef þú ger­ir það ekki mynd­ast sprung­ur sem gætu end­an­lega lokað fyr­ir ást­ina.

Þú átt það til að finn­ast hlut­irn­ir hálf leiðin­leg­ir og þegar það ger­ist skaltu sækja flug­eld­ana síðan á ára­mót­un­um í fyrra og sprengja þá upp til að sjá þá lita­dýrð sem ást­in í raun gef­ur þér. Þú mátt samt ekki detta í þann gír­inn að vera bara tengd ein­um ein­stak­lingi lík­ama, sál og huga, þegar ást­in fang­ar hug­ann því þér hætt­ir til þess.

Knús og koss­ar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda