Hvaða stjörnumerki hefur unnið flest gull á Ólympíuleikum?

Fimleikakonan Simone Biles vann fjögur verðlaun á Ólympíuleikunum, þrjú gull …
Fimleikakonan Simone Biles vann fjögur verðlaun á Ólympíuleikunum, þrjú gull og eitt silfur. Hún er í stjörnumerkinu Fiskur. AFP

Síðastliðna helgi lauk Ólympíuleikunum í París þar sem fremsta íþróttafólk heims kepptist um að komast á vinningspall. Það fer ekki á milli mála að gríðarlega mikil vinna og þrautseigja liggja að baki verðlaunahafa og keppenda á leikunum, en gætu stjörnumerki haft eitthvað með þetta að gera?

Á síðasta ári gerði RunRepeat gagnagreiningu á um 16 þúsund Ólympíuverðlaunahöfum af 51 Ólympíuleikum, frá árinu 1896 til 2018, þar sem stjörnumerki voru meðal annars skoðuð. Þar kom í ljós að einstaklingar í stjörnumerkinu Steingeit voru langlíklegastir til að vinna verðlaun, en þeir voru með 58,6% fleiri verðlaun en samanlagt meðaltal allra annarra stjörnumerkja.

Þekkt fyrir að vera ákveðin með þrautseigju

Þá hafði Steingeitin unnið til flestra gull-, silfur- og bronsverðlauna, en hún virðist þó sérlega góð í að næla sér í gullverðlaun og höfðu einstaklingar í þessu stjörnumerki unnið til 1,7 sinnum fleiri gullverðlauna en nokkurt annað stjörnumerki. 

Steingeitin er þekkt fyrir að vera ákveðin með þrautseigju og því kemur það líklega fæstum stjörnumerkjaspekingum á óvart að einstaklingar í þessu stjörnumerki hafi mögulega einhverja forystu þegar kemur að því að ná árangri í keppni. 

Það stjörnumerki sem hefur unnið til næstflestra verðlauna á Ólympíuleikunum er svo Vatnsberinn, en þar á eftir kemur Bogamaðurinn. Hins vegar gæti stjörnumerkið sem hefur unnið til fæstra verðlauna á Ólympíuleikunum komið einhverjum á óvart, en það er Ljónið. 

Listi yfir stjörnumerki sem hafa unnið flest Ólympíuverðlaun

  1. Steingeit
  2. Vatnsberi
  3. Bogamaður
  4. Fiskar
  5. Hrútur
  6. Meyja
  7. Tvíburi
  8. Krabbi
  9. Vog
  10. Naut
  11. Sporðdreki
  12. Ljón
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál