Hrúturinn: Þú ert að fara að fá frábærar fréttir

Elsku Hrúturinn minn,

það hafa verið allskyns leiðinlegar fréttir sem þú hefur fengið að undanförnu. Þú lætur svo oft þessi leiðindi stjórna skapi þínu sem svo bitna á öðrum sem síst skyldi. En ég ætla að segja þér að þú ert ekkert fórnarlamb eða píslarvottur. Það eru jafnvel margir sem hræðast þig og svo eru margir sem halda þú sért svolítið snobbaður, en ekkert af þessu á við þig.

Þú hefur eitilharða orku til þess að fara í gegnum erfiðustu kviksyndi. Þú ert langbestur þegar þú ert á tánum og þarft virkilega að hafa fyrir hlutunum. Það eru svo margir sem eru að biðja þig um að redda, bjarga og hjálpa sér. Og þú átt að gera þitt besta og vera hjálpsamur og helst að margfalda hjálpsemi þína. Þú ert undir sterku Karma og það sem þú lætur gott af þér leiða mun koma strax til þín úr annarri átt. Lífið tekur miklum breytingum á jákvæðan máta því að þegar þú þarft þess ertu ósigrandi.

Leitaðu ekki eftir spennu, heldur gerðu lífið spennandi. Það eru sumir sem sigla í þessu merki undir þeirri tíðni eða orku sem þeir þurfa til þess að hafa lífið skemmtilegt. Og ég kalla á þig sem skilur hvað ég er að segja, að þú þarft að henda þér út í djúpu laugina til þess að sjá þetta líf í lit. 

Ástæðan fyrir því að þið finnið ekki lífsorkuna sem þið eigið skilið er vegna þess að einhver sagði svo sterkt við ykkur að þið gætuð ekki þetta eða væruð ekki þetta eða hitt og það stimplaðist inn í frumurnar. Lykillinn til að komast út úr þessu er að trúa og treysta og að muna það að á sjö ára fresti endurnýjast allt og í líkamnaum. Og þið öll hafið jafna möguleika að setja nýtt afl, nýjar hugsanir og nýja orku í ykkar og heila.

Það er ýmislegt að gerast í kringum vinnu eða stöðu, það eru rifrildi, ekki nógu góð samvinna og svik af einhverri gráðu, en ekki láta þetta angra þig. Haltu bara áfram á eins miklum hraða og þú kemst, því þá siturðu ekki í súpunni eins og hinir. Þú færð fljótlega frábærar fréttir sem gefa þér kraft til að sanna hvað þú getur og hvað þú ert.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda