Ljónið: Ekki binda þig í vonlausu sambandi

Elsku Ljónið mitt,

það hefur verið mikill titringur í kringum þig. Annaðhvort hefurðu verið á fullu eða allt verið eins og frosið í kringum þig. Þú þarft að vita það að á þessum tíma sem þú ert að ganga inn í eru skilaboðin til þín þau að þú mátt ekki skrifa undir neitt nema að vel íhuguðu máli.

Alls ekki senda nein skilaboð eða tölvupósta sem eru þannig skrifaðir að þú myndir ekki vilja sjá ef þau birtust á forsíðunni á Morgunblaðinu. Það er eins og að allir séu svolítið að fylgjast með þér og þú þarft að standa uppréttur, fallegur og með góðsemina allt í kringum þig. Því að ef maður dæmir einhvern mann þá endar það bara með því að þú sjálfur eða einhver í fjölskyldunni verður dæmdur eða lendir í erfiðleikum eða mistökum sem þú hefðir ekki trúað.

Þessi tími byggist á auðmýkt og því að trúa á sjálfan sig og alla aðra hvar svo sem þeir eru staddir í lífinu. Allar ákvarðanir eru best teknar með það í huga að það gagnist öðrum manneskjum, þá mun það lyfta þér upp á hæstu hæðir. Ef skapið hleypur með þig í gönur, þá er mikilvægt fyrir þig að kunna að róa þig niður á nokkrum sekúndum. Það er góð æfing fyrir þig að segja: „Ég er rólegur, ég er duglegur og ég er góður“.  Því að þannig eflirðu mátt þinn og megin og alveg sama á hvaða krossgötum þú ert muntu finna í hjarta þínu hvert þú átt að fara.

Ekki binda þig í neinu sambandi sem hefur byrjað illa eða hefur komið þér í ógöngur. Nú er ég bæði að tala um ást, vináttu og fjölskyldubönd. Lærðu að meta það sem þú hefur og settu huga þinn á þá hluti sem skipta máli. Þá finnurðu friðinn sem þú leitar að, jafnvægið og fólk úr ótrúlegustu áttum mun hjálpa þér ef þig vantar.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda