Svavar Örn er kominn í sjónvarpið

Svavar Örn Svavarsson mun gera innslög fyrir Ísland í dag …
Svavar Örn Svavarsson mun gera innslög fyrir Ísland í dag í sumar. Ernir Eyjólfsson

Hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn sást í svolítið öðruvísi hlutverki í gær. Hann tók átakanlegt viðtal við móður barns sem hefur stundað vændi fyrir Ísland í dag. Þegar Smartland hafði samband við Svavar Örn sagðist hann alls ekki vera hættur að klippa og sagðist una hag sínum vel á hárgreiðslustofunni sinni Senter. Sjónvarpið togar hinsvegar í hann og mun hann verða með innslög í Ísland í dag í sumar.

„Ég er bara aðeins að prufa, ég hef fengið að taka eitt og eitt viðtal og mér finnst það gaman. Ég er samt ekki kominn í fulla vinnu, þetta er bara áhugamál hjá mér. Mér finnst gaman og þroskandi að taka öðruvísi viðtöl við fólk. Það hafa allir gott af því að fara út fyrir þægindahringinn sinn," segir Svarar Örn.

Hann segir að rekstur hárgreiðslustofunnar sé svolítið eins og að reka stórt heimili. Hann sé í hlutverki „mömmunnar" og finnist því ógurlega gott að komast út af heimilinu af og til.

„Ég hef starfað fyrir Stöð 2 í mörg ár, aðallega við hárgreiðslu og svo vann ég við Idolið á sínum tíma. Sjónvarsvinnan togar alltaf í mig," segir hann.

Svavar Örn Svavarsson.
Svavar Örn Svavarsson. Ernir Eyjólfsson
Svavar Örn Svavarsson.
Svavar Örn Svavarsson. Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda