Vildu að hún léttist um 10 kíló

Söngkonan Cheryl Cole var tjáð að hún yrði að léttast …
Söngkonan Cheryl Cole var tjáð að hún yrði að léttast ef hún ætlaði að ná langt í ameríska X Factor.

Söngkonan Cheryl Cole, sem nýlega var rekin á ameríska X Factor, var skipað að léttast um minnsta kosti 10 kíló ef hún ætlaði að plumma sig í þættinum. Stjórnendur þáttarins lögðu mikið upp úr því að hún myndi fara eftir þessum fyrirmælum.

Ef marka má útlit söngkonunnar er þetta algerlega galin hugmynd því Cheryl er ekki með fituörðu á líkamanum. Auk þess grenntist hún töluvert í fyrra þegar hún fékk malaríu á ferð sinni um Afríku.

Vesalings Cheryl þorði þó ekki öðru en að fara að fyrirmælum stjórnenda X Factor og fékk sér einkaþjálfara. Tracy Anderson varð fyrir valinu en hún er þekktur stjörnutemjari og hefur meðal annars þjálfað Jennifer Aniston og Gwyneth Paltrow.

Í síðustu viku sögðum við frá því að Cheryl Cole væri kominn á barnamats-kúrinn. Það er kannski ekkert skrýtið þar sem Tracy Anderson lét Jennifer Aniston einmitt á sama kúr í fyrra þegar hún þurfti að slípa demantinn örlítið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda